mánudagur, ágúst 18, 2003

Pæling....

Drengur einn er með svona pælingahorn og ákvað ég því að koma með eina pælingu....

Selskælingar hafa lengi borið sig saman við það sem við köllum venjulega Ölduhælið (Ölduselsskóli). Gortum við okkur af því að vera stærri og betri og við höfum íþróttahús en ekki þeir. Þá segja þeir á móti: "En við höfum sundlaug."

... sundlaugin er ágæt sem slík, reyndar full grunn, en vandamálið er að hún er notuð of mikið. Hvers vegna þarf maður að fara í sundkennslu öll þessi ár í grunnskóla? Hvaða rugl er það? Eru það kannski einhverjir kommúnistar sem ráða þessu... kæmi mér allavega ekki á óvart.

Ef menn kunna að synda, þá kunna þeir að synda, svo einfalt er það. Þetta er eins og að kunna á hjól; þegar þú hefur lært það einu sinni kanntu að hjóla það sem eftir er lífsins. Af hverju þurfa menn að troða marvaða ár eftir ár eftir ár?

Minnkum sundkennslu um 90% og leyfum fólki að nota tímann sinn í eitthvað uppbyggilegt... eins og til dæmis tölvuleiki.

Það var nú samt alltaf mikið sport að kíkja inní kvennaklefann.
Hagnaðurinn