sunnudagur, ágúst 17, 2003

Hagnaður - Hreinn Hagnaður...

Ég brá mér í svona skyndiákvörðunargolf núna í kvöld með Gráu Eldingunni. Ætluðum við að spila litla völlinn á Korpúlfsstöðum, sem við og borguðum fyrir... síðan var svo rosaleg bið á 1. teig að við ákváðum bara að spila aðalvöllinn... stálumst sem sagt. Litli völlurinn kostar 1200 kall á meðan aðal kostar 4000 kall; sem sagt 2800 krónur í hreinan Hagnað.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila völlinn. Spilið gekk ekki vel framan af og kláraði ég fyrri 9 á 55 höggum. Seinni 9 voru mun betri, og þá sérstaklega 7-tréð sem var að gera stórkostlega hluti, og ég kláraði seinni á 50 höggum, og enginn braut yfir 6. Vel gert hjá þér Hagnaður. Eldingin var að spila öllu betur og fór hann 18 á 94 höggum, sem er bara nokkuð vel gert.

Þetta var líklega besta golfferð sumarsins. Reyndar var þetta ekki besta skorið en gæðin voru þeim mun meiri því völlurinn er ekkert auðveldur viðureignar. Veðrið var dásamlegt; stillt og hlýtt.

Með okkur spilaði drengur að nafni Atli sem starfar fyrir Esso og var hann drengur hinn ágætasti. Hann var allavega með réttu græjurnar... til dæmis kostaði pútterinn hans 3svar sinnum meira en Wal-Mart settið mitt.

Þetta var golfblogg dagsins. Góðar stundir.

Hagnaðurinn