sunnudagur, ágúst 10, 2003

Þynnkubaninn...

Ég var ekki hress þegar ég vaknaði í morgun. Andlega var ég reyndar ofurhress en líkamlega var ég örmagna. Ástæðan var áfengisneysla kvöldið áður; og það ekki í fyrsta skipti. Ég fékk hér góða menn í heimsókn í gær og við drukkum, sungum, hlustuðum á vond lög og sömdum vísur. Allt afar skemmtilegt. Síðan var brunað niðrí bæ á Sólon og hrist aðeins á sér rassgatið. Lenti þar í smá skæting við mann sem gekk undir nafninu Ingi Róni. Ég veit ekki hvað manninum gekk til. Annars má lesa lengri útgáfu af þessu kvöldi hjá henni Hörpu. Hún skrifar skáldsögur á meðan ég skrifa smásögur.

... til að koma líkamanum í betra horf var brugðið sér í golf. Það er alger þynnkubani. Spilaði með Bjarka í Setbergi. Vorum ekki að spila neitt sérstaklega vel en ég vann hann örugglega í holukeppni 7-2... Ekki í fyrsta skipti.

... skúraði svo áðan eins og mother f. Djöfull er það leiðinlegt helvíti. En það þarf víst að gera þetta annað slagið. Annars skúra ég alltaf hérna á heimilinu og elda einnig alltaf. Kynhlutverkin ekki alveg á hreinu hérna.

Jæja, edrú út mánuðinn. Þetta er bara komið í rugl.

ÍA - Fram:
Framararnir töpuðu áðan fyrir skaganum 2-1. Ég fór því aðeins að reikna eins og maður gerir stundum og mér sýnist bara fall blasa við. Eða hvað? Vonum nú samt að þeir fari að geta eitthvað og vinni nokkra leiki.

Backstreet eða Take That?

Hagnaðurinn