föstudagur, ágúst 01, 2003

Fréttir og veður...

Af mér er annars ósköp lítið að frétta. Ætla að halda mig í bænum þessa helgina... tel það vera ákaflega skynsamlegt. Tel þó líklegt að ég verði dreginn eitthvað ... svo sem í lagi á meðan það er ekki Smáralindin.

Ég er að vinna í markmiðalista fyrir lífið.... svona í ætt við það sem Brian Tracy predikar.

Svona lítur listinn minn út í dag:
1)Aldrei að dansa línudans edrú.
2)Ekki ganga með bleiju fyrir nírætt.
3)Aldrei fara á Þjóðhátíð.
4)Hætta að verða mér til skammar ofuölvi í karaókí.
5)Skíra son minn Knút.

Þetta er ekki í neinni sérstakri forgangsröð. Svo er bara að bæta reglulega inná listann.

Veðurspáin fyrir helgina er góð já. Býður uppá marga möguleika. Til dæmis að halda gott grillpartý hjá Danna, a.k.a. President á morgun.

... Svo er ég bara að hlusta á diskinn sem Ný Dönsk (Nýir Danskir hljómar illa) gáfu út fyrir síðustu jól. Gæðagripur.

Gott að sinni. Binni?

Hagnaðurinn