laugardagur, ágúst 02, 2003

Úr gestabókinni...

Þorkell skrifaði þetta í gestabókina mína:
"Er FRAM-áhangandi. Datt inn á síðuna. Langar bara að vita af hverju þú fékkst ekki úthlutað föstu númeri fyrir leiktíðina ? Mig langaði að sjá þig spila í sumar. Þú hefur löngum verið nefnilega einn af mínum uppáhalds leikmönnum. Hvað er í gangi eiginlega?"

Já, þegar stórt er spurt. Síðasta haust ákvað ég að taka mér gott frí eftir leiktíðina af ýmsum ástæðum; áhugaleysi, vinnuleiðindi, etc. Fríið dróst á langinn en ég hafði alltaf hugsað mér að byrja aftur fyrr eða síðar. Svo á vormánuðum kom upp leiðindamál milli mín og stjórnar Fram sem varð til þess að ég mun ekki leika fyrir félagið á meðan þessir menn eru þarna við stjórn. Þetta var stutta útgáfan af sögunni...

Ég var eitthvað að velta því fyrir mér að ganga til liðs við Aftureldingu fyrir sumarið en mér þótti það ekkert ofboðslega spennandi svo það varð ekkert úr því. Ég er samningslaus eftir þessa leiktíð og þá er aldrei að vita hvað maður gerir... Ég ætla að sjá hversu strembið Meistaranámið í Hagfræði verður hjá mér. Hver veit nema maður verði að spila í Úrvalsdeildinni að ári, já eða utandeildinni.

Vonandi svarar þetta spurningunni.

Góðar stundir.

Hagnaðurinn