föstudagur, ágúst 08, 2003

Fyrr í dag...

.... stefndi ekkert í áfengisneyslu þessa helgina. En tímarnir breytast og mennirnir með. Núna er ég sem sagt að fara á eitthvað vinnudjamm... gæti verið interesting. Væntanlega endar maður í góðum gír syngjandi Gente di Mare, Tiny Dancer, og fleiri góð lög.

Svo á morgun er einnig fyllerí hérna að Hagnaðarsetrinu geri ég ráð fyrir. Nóg að gera. Búinn að vera að brenna partýdiska, búa til söngbók og bara allt að gerast. Pallinn tekinn á þetta. Þeir skilja sem skilja. Aðrir skilja væntanlega ekki.

Annars er bara rigning hérna á klakanum og hitabylgja í evrópu. Hvort er betra/verra? Ég veit það ekki. Reyndar þola koparbrúnir menn eins og ég sólina einstaklega vel þannig að það væri örugglega betra fyrir mig að vera í París, já eða Róm, já eða London, já eða já eða...

Ég henti link inná þig Cas-Sandra. Þú varst búin að væla svo. Farðu nú að þegja og einbeita þér að því að blogga. Annars held ég að enginn sé jafn duglegur að blogga og hún Harpa þessa dagana. Djöfull skrifar hún; og það stundum bara um ekki neitt. Ég er hættur að komast að í tölvunni og er það ekki gott.

Jæja pæja.

Bið að heilsa John Wayne.

Hagnaðurinn