sunnudagur, ágúst 17, 2003

Spámaður í eigin föðurlandi...

Haukur Hagnaður (e. Profit... næstum því Prophet) kom með stórkostlegasta spádóm aldarinnar í dag. Nostradamus var ekkert merkilegri en ég...

Fyrir Liverpool - Chelsea var ég að ræða um að ég vildi fá eitthvað umdeilt atvik í leikinn. Ég spáði því að það yrði dæmt víti, sem Liverpool myndi klúðra, en dómarinn myndi láta endurtaka það vegna tækniatriðis, og þá myndu þeir skora. Hvað gerðist?

Ég spáði því að Owen myndi skjóta niðri vinstra megin í fyrra vítinu... sem og hann gerði.
Ég spáði því að hann myndi bomba á mitt markið í því síðara... sem og hann gerði.

Hins vegar spáði ég því að leikurinn myndi fara 2-2 ... sem hann gerði næstum þvi.

"Ég hélt að jörðin væri kúla..."

Hagnaðurinn