miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Við viljum að fólk í Meistaraprófnámi ljúki náminu...

.... sagði Ágúst Einarsson deildarforseti Viðskipta- og Hagfræðideildar Háskóla Íslands í dag á kynningafundi Meistaranema. Það sem hann átti við er að fjöldi fólks skráir sig í meistaranámið og notar það sem einhvers konar endurmenntun. Það er nefnilega miklu ódýrara fyrir fólk heldur en að fara í venjuleg endurmenntunarnámskeið. Ég hafði ekki hugsað út í þetta. En vissulega er þetta Hagnaður.

... annars var þetta hálf þunnur fundur og fátt sniðugt sem kom fram. Ég hitti svo my fellow Hagfræðinema í smá stund ásamt kennara. Þarna voru aðallega karlmenn, flestir eldri en ég og virtust sjóaðir í lífinu. En er ég það ekki líka?

Námið byrjar svo af fullum krafti á mánudagsmorgun. Ég hlakka mikið til. "Þættir í tölfræði" í fyrsta tíma.

Liverpool - Tottenham : 0-0.... COMMON Poolarar. Á bara að skíta á sig á þessari leiktíð. Verður þetta einhver fjandans niðurgangsleiktíð. Anskotinn, mér lýst ekki á blikuna. Hver er þessi blika?

Nákvæmlega.

Er Séð og Heyrt með slúðrið fyrstir manna? Nei, held ekki. Hér er það nýjasta.

Fleira er það ekki að sinni... Binni.

Hagnaðurinn