laugardagur, ágúst 30, 2003

Heimskur ræningi...

... eða eru þeir ekki allir frekar heimskir. Þessi var þó með þeim heimskari.

Þetta er gæinn sem rændi Íslandsbanka við Eiðistorg.
Í fyrsta lagi: Af hverju að ræna banka þegar þú ert greinilega ekki með neitt game plan. Hann var grímulaus, það eru myndavélar útum allt, hann er víst góðkunningi lögreglunnar, og hafði skitinn 100.000 kall uppúr krafsinu. Hvernig væri að hætta að ræna alltaf banka og sjoppur. Frekar væri til dæmis hægt að fara inní dýrar búðir sem hafa mikið af viðskiptum yfir daginn og hafa kannski engar hetjur að vinna þar.

Góð verslun til að ræna gæti til dæmis verið Sævar Karl. Þetta er dýr búð sem okrar á viðskiptavininum og á eiginlega bara skilið að vera rænd (reyndar bankarnir líka). Ég veit ekki með myndavélar, en finnst það ekkert ofboðslega líklegt. Flóttaleiðir eru margar. Einnig væri ekki úr vegi að ræna Sautján. Væri þá laugavegurinn betri en Kringlan, þó lögreglan sé þarna skammt frá.

Í öðru lagi var lögreglan á hæðinni fyrir ofan. Svona gera menn bara ekki. Jú, kannski einhverjar hetjur í bíómyndum, en ekki einhver heimskur Íslendingur.

Í þriðja lagi þá fór gæinn útá strætóstoppistöð. Hugsanlega hefur hann hugsað sem svo: "Hey, löggan fer ekkert að leita á einhverri stoppistöð"... og hefur þannig ætlað að leika á lögguna. En ekki ef þú ert góðkunningi og búinn að vera grímulaus.

Ekki koma með eitthvað svona: Hann var bara að biðja um hjálp. Það er kjaftæði. Ef hann vildi hjálp gæti hann bara labbað inná löggustöðina og múnað framan í þá.

Er annars núna aðallega að hlusta á Four Tet og James Taylor.

Liverpool unnu áðan. Það hressir. Voru bara að spila fínan bolta núna. Dudek og Owen voru okkar bestu menn.

Chelsea voru að jafna. Þeir eru skeinuhættir. Hva, eru þeir þá aftur farnir að nota bleiju?

Sjávarútvegsorð dagsins:
Bakborð
Vinstri hlið á skipi. Talað um að beygja á bakborða, þ.e. til vinstri.
Bobbingur
Járnkúla sem er notuð til að halda trolli niðri við botninn og eru þá margir bobbingar saman í einni lengju (bobbingalengja).
Botnfiskur
Fisktegundir sem lifa aðallega við hafsbotninn, svo sem þorskur, ýsa, ufsi, karfi o.fl. Safnast ekki saman í torfur eins og uppsjávarfiskar.
Barentshaf
Hafsvæði í norðanverðu Atlantshafi milli Noregs og Rússlands. Svæðið er að hluta til innan lögsögu Norðmanna og Rússa en einnig utan lögsagna. Þar gilda milliríkjasamningar um veiðar, einkum milli Norðmanna og Rússa. Íslendingar eru án samninga. Góð þorskveiði hefur verið þar undanfarin ár.

Vonandi notuð þið og lærðuð eitthvað um leið.

Hagnaðurinn