mánudagur, ágúst 25, 2003

Helgin sem var.... var

Það var gert alveg heilan helling þessi helgina eins og svo oft áður. En reyndar var ekkert gert af því sem ég ætlaði að gera, eins og til dæmis að læra. En hvað var helst?

Laugardagur:
Vaknaði frekar snemma og fór heim í Kleifarselið. Þar var í imbanum United - United. Glápti á það með pabba og sá slakt lið Newcastle tapa fyrir Manchester. Það er alltaf jafn leiðinlegt helvíti. Maður leiksins: Dómari leiksins.

Síðan átti að fara að læra... en nei. Simmi Simmason Selfyssingur og Sjálfstæðismaður hringdi í mig og fékk mig og Hörpu til að vinna smá fyrir sig. Við vorum sem sagt að vinna í sjoppunni á Skjálfta 3 2003 sem fram fór í Digranesskóla. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta tölvunördamót dauðans. Var þarna frá 14-19 í góðum fíling og sá marga menn sem maður sér ekki oft. Þessir voru helstir: Helgi Svanur (gamall bekkjarbróðir úr Seljaskóla), Hörður Framari (sem kom úr Aftureldingu í 4. flokki), Bent nálgaðist og það var búið að berja hann... "en þið hefðuð átt að sjá hinn gæjann", og svo var Jón Þorgrímur Stefánsson FH-ingur einnig nörður.

Eftir dýrindis kjúkling í Kleifarselinu var glápt á Gísla Martein með kellingaþátt. Leiðindi. Ekki tók skárra við þegar The First Wives Club byrjaði. Simmi hringdi þá aftur og fór ég aðeins aftur að vinna. Það var ágætt og vann ég til ca. 2 um nóttina.

Sunnudagur:
Vaknaði aftur nokkuð snemma og aftur til að horfa á fótbolta. Nú var það Liverpool - Villa. Fór á Players ásamt Danna, Atla og Óla. Leikurinn var leiðinlegur og Liverpool geta ekki blautan skít og það á að reka þennan þjálfara sem fyrst. Er Biscan besti varamaðurinn okkar? Aaaaaaaaaaarrg...

Síðan var brugðið sér á opið hús í Sporthúsinu. Veit ekki. Þokkalegur staður svo sem. Árskort á 30.000 kall. Kostar samt full mikið aukalega í allar græjurnar þarna eins og golfið og körfuna og fótboltann. Þarf að melta þetta aðeins. En hvaða erindi á ég svo sem í svona líkamsrækt, alltaf í feikna formi.

Sunday Night Golf Ala Hagnaðurinn:
Já, krakkar. Fór ásamt Gráu Eldingunni uppá Korpu. "Jæja, eigum við að spila litla völlinn?" Jájá, borguðum okkur inná hann og spiluðum einhverjar 5 holur. Það þóttu of mikil leiðindi svo við byrjuðum bara að spila aðal-völlinn.

Spilið gekk einstaklega vel í þetta skiptið. Það var geysileg keppni allt fram á síðustu holu. Ég var á 46 fyrri 9 og hann 45. Svo skiptumst við á að hafa forskot á seinni 9 og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holu, sem er par 3, 150 metrar. Eldingin átti eitt högg fyrir síðustu holuna og skaut fyrst... slæmt högg. Þá kom Hagnaðurinn og setti ég kvikindið bara inná green. Þá chippaði Óli þetta líka fína chip alveg uppað pinna. Ég varð því að setja ca. 20 metra pútt til að jafna. Það gekk ekki eftir og Óli vann með einu höggi.

Það breytir því ekki að við spiluðum báðir seinni 9 á 49 höggum. Ég var samtals á 95 og hann 94. Í hnotskurn var þetta minn besti hringur all-time. Sáttur við það. Alltaf er maður að bæta sig. Einnig var ég að fá nýtt golfsett og var það að virka vel fyrir mig.

Sunday Night Alcohol Consumption
Síðan eftir golfið var farið ásamt Gráu og Camillu, og Simma og Sirrý á Vegamót. Bara svona að sýna sveitapakkinu höfuðstaðinn. Það var fengið sér nokkra og smá nachos og rætt um heimsins vandamál. Síðan var kvöldið klárað með Nonna rétt eftir eitt. Fínt kvöld í alla staði.

Sem sagt þá var þetta viðburðarík helgi. Þetta var væntanlega mitt lengsta blogg síðan ferðasagan góða.
Mig langar að þakka Alan Jackson sérstaklega en hann fylgdi mér í gegnum þetta blogg.

Ég þakka lesturinn og góðar stundir kæru vinir.

Hagnaðurinn