laugardagur, ágúst 30, 2003

Kæru félagar...

... í dag gerðust góðir hlutir eins og alla aðra daga.

Þetta er helst:
1) Í dag var síðasti dagurinn í sumarvinnunni minni. Það er ánægjulegt. Ýmislegt var gert í tilefni dagsins. Til dæmis var farið á Pizza Hut í hádeginu. Ég hef verið hliðhollur þessum veitingastað hingað til. Oftast góðar pizzur. En í dag var önnur saga. Þegar maður fer á hlaðborð vill maður fá úrval og helst það sem maður er vanur að panta sér (pepp og svepp ætti ekki að vera flókið). En nei vinur minn, ekki í dag. Í boði voru 3 gerðir af pizzum; fyrst skal nefna með pepperoni, svo var með svepp/lauk/papriku og að lokum með nautahakki/lauk. Hvaða fokking úrval er þetta segi ég. Falleinkunn segi ég og ég sagði afgreiðslumanninum að ég var ekkert ofboðslega sáttur (hann spurði nú!). Þess má til gamans geta að þessi afgreiðslumaður heitir Skapti og er gamall skólafélagi úr Seljaskóla.
Ég veit ekki með viðskiptabann, þarf aðeins að melta það.

2) Ég keypti mér tölvu í dag.... á 5000 kall. Það er ekki mikill peningur. Þetta var 486 tölva með skjá, lyklaborði og mús. Mig vantaði skjáinn og minnið úr tölvunni. Hreinn Hagnaður mætti segja. Gamli 15 tommu skjárinn minn var bara að deyja.

3) Fór í golf eins og áður hefur komið fram. Spilað var á Selfossi ásamt Gráu Eldingunni og Simma Simm. Ágætis völlur en ekkert stórkostlegur. Veðrið þarna fyrir sunnan var reyndar dásamlegt. Skýjað og súld hér í Reykjavíkinni en um leið og við komum yfir heiðina var glampandi sólskin. No kidding Nicole Kidman. Það var alls talið 9 holur þrátt fyrir að spilaðar voru 17. Eldingin vann mig á 47 höggum á meðan ég var á 50. Sæmilegur árangur það. Ein sjöa og allt hitt fjarkar, fimmur og sexur. Þokkalega sáttur.

4) Spritney Bears og Madonna voru alveg að gera það ágætt í gærkveldi á MTV hátíðinni. Myndir og Video á batman.

Whale, sé þig á Fram leiknum.

Sjávarútvegsorð dagins:
Aflamark
Veiðiheimild sem er úthlutað til eins árs í senn, t.d. 100 tonn af þorski.
Aflamarkskerfi
Fiskveiðistjórnunarkerfi sem notað er hérlendis. Oft einfaldlega kallað kvótakerfið. Úthlutað er hlutdeildarkvótum í einstökum fisktegundum á skip útgerðaraðila til langs tíma, t.d. 0,1% af leyfilegum heildarafla í þorski. Síðan er úthlutað til eins árs í senn aflamarki, t.d. 100 tonnum af þorski. Útgerðarmenn veiða kvótann eða framselja hann til annarra útgerðarmanna innan ársins (kvótaleiga) eða selja hann varanlega (kvótasala).

Hagnaðurinn