Esjuganga...
... ég brá mér í litla gönguferð í gær, laugardag, ásamt henni Hörpu. Fórum við í hina árlegu Verslunarmannahelgar-Esjugöngu. Lögðum við af stað um klukkan 14:00 í blíðskaparveðri. Tókum við "hægri" leiðina upp. Hægri leiðin er lengri en ekki jafn brött og sú "vinstri". Gangar var nokkuð erfið og kvartaði Harpa mikið, en upp komumst við að lokum og þar var útsýnið alveg fascinating... Ég fékk svona Leonardo DiCaprio moment úr Titanic... 'I´m the king of the world'.
Svo var bara skrifað sig í bókina góðu, tekið mynd af íslensku pari og hlustað á einhverja Ameríkana tala saman... aðallega um veðrið og vindátt. Manni leið soldið eins og maður væri í útlöndum. Einnig er soldið sérstök stemning á Esjunni... það heilsast nefnilega allir þarna: "Góðan daginn"... "já, góðan dag". Fínt til að byrja með en soldið þreytt þegar maður er bara farinn að heilsa og heilsa og heilsa.
Svo fórum við vinstri leiðina niður. Það var helvíti bratt. Við reyndum að jogga niður. Það hljómar kannski skringilega en mér finnst erfiðara að fara niður heldur en upp.... það tekur svo rosalega í framanverð lærin og hnén. Margt skrítið í þessari veröld... Þegar okkur er kalt vill okkur vera heitt, og þegar okkur er heitt viljum við kæla okkur niður. Já, það er erfitt að fullnægja mannskepnunni.
En allavega þá var þetta bara fín Esjuganga. Fer líklega aftur að ári. Kári.
Tók fullt af myndum... dúndra þeim kannski inn ef ég nenni. Benni.
Vill einhver koma með mér í golf núna?
Hagnaðurinn
... ég brá mér í litla gönguferð í gær, laugardag, ásamt henni Hörpu. Fórum við í hina árlegu Verslunarmannahelgar-Esjugöngu. Lögðum við af stað um klukkan 14:00 í blíðskaparveðri. Tókum við "hægri" leiðina upp. Hægri leiðin er lengri en ekki jafn brött og sú "vinstri". Gangar var nokkuð erfið og kvartaði Harpa mikið, en upp komumst við að lokum og þar var útsýnið alveg fascinating... Ég fékk svona Leonardo DiCaprio moment úr Titanic... 'I´m the king of the world'.
Svo var bara skrifað sig í bókina góðu, tekið mynd af íslensku pari og hlustað á einhverja Ameríkana tala saman... aðallega um veðrið og vindátt. Manni leið soldið eins og maður væri í útlöndum. Einnig er soldið sérstök stemning á Esjunni... það heilsast nefnilega allir þarna: "Góðan daginn"... "já, góðan dag". Fínt til að byrja með en soldið þreytt þegar maður er bara farinn að heilsa og heilsa og heilsa.
Svo fórum við vinstri leiðina niður. Það var helvíti bratt. Við reyndum að jogga niður. Það hljómar kannski skringilega en mér finnst erfiðara að fara niður heldur en upp.... það tekur svo rosalega í framanverð lærin og hnén. Margt skrítið í þessari veröld... Þegar okkur er kalt vill okkur vera heitt, og þegar okkur er heitt viljum við kæla okkur niður. Já, það er erfitt að fullnægja mannskepnunni.
En allavega þá var þetta bara fín Esjuganga. Fer líklega aftur að ári. Kári.
Tók fullt af myndum... dúndra þeim kannski inn ef ég nenni. Benni.
Vill einhver koma með mér í golf núna?
Hagnaðurinn
<< Home