föstudagur, ágúst 22, 2003

Reunion eftir 20 ár???

Ég er búinn að vera í sömu sumarvinnunni í 7 sumur; jafn mörg á Bjarni Þór vinur minn og félagi. Já, það er gaman að slá... "slá, slá segi ég". Núna er svo komið að það er eiginlega enginn eftir að vinna; bara ég Bjarni, Daði og Óli Þóris. Við vorum því að ræða málin í dag...

Muniði eftir Fóstbræðraþættinum þar sem allir klæddu sig í indíánabúning því þeir höfðu ákveðið það einhvern tímann 'back in the days' og urðu að standa við það því það var skriflegur samningur?

Hugmyndir er sem sagt að eftir svona 20 ár munu: Haukur Hagfræðingur, Bjarni Þór Alþingismaður, Daði Prófessor, Ólafur Verkfræðingur hittast eitt sumarið og vera með svona sér gömlu-manna sláttuflokk. Bara mæta uppá bækistöð 4, mata Castro (hann verður jú 84 ára eða eitthvað) og slá svo af krafti. "Slá, slá slá segi ég. Og raka svo".

Fín hugmynd eða geðveiki. Það er stutt á milli.

Hagnaðurinn