Hveragerðisgolf... og Setbergsgolf
Hagnaðurinn brá sér með Meistaranum í golf í dag í Hveragerði. Aðstæður voru frábærar; líklega þær bestu sem ég hef spilað við í sumar, ef frá er talin ferð mín til Myrtle Beach í vor. Það var sól meirihlutann, andvari og hiti um 16 gráður. Brilliant. Hafði ég lengi ætlað að draga Meistarann (hann er kallaður Meistarinn því hann vann eitthvað skitið golfmót í fyrra) með mér í golf og taka hann í bakaríið. Meistaramót 2003 mun svo fara fram fljótlega. Þar ætla ég að sigra og fá titilinn Meistarinn; áður en ég fæ Meistaragráðuna.
Svona fór í dag:
Braut........Par.............Hagnaðurinn..........Meistarinn
1..............4................ 6............................9
2..............5................ 7............................8
3..............4................ 7............................6
4..............4................ 5............................6
5..............4................ 5............................6
6..............4................ 7............................5
7..............3................ 4............................5
8..............5................ 5............................10
9..............3................ 4............................6
10............4................ 6............................7
11............5................ 6............................8
12............4................ 6............................7
13............4................ 8............................7
14............4................ 4............................8
15............4................ 5............................8
16............3................ 4............................6
17............5................ 5............................8
18............3................ 4............................6
...............72...............98...........................126
Hef ég lagt þetta saman og komist að þeirri niðurstöðu að ég vann með 28 höggum. Þokkalegur árangur það. Hagnaðurinn spilaði á 98 en Meistarinn á 126. Í holukeppni fór 15-3. Spilað var á gulum teigum.
Setbergsgolf...
Spilaði einnig 18 holur í Setbergi í Hafnarfirði á fimmtudagskvöldinu. Var þar ásamt Bjarka Stefánssyni, skólafélaga mínum úr Coastal og vini. Fórum við í holukeppni og var það nr. 1, en jafnframt var skráð niður skor. Holukeppnin var gríðar-spennandi framan af. Eftir 4 holur var staðan jöfn 2-2. Þá tókum við þær 4 næstu jafnar, og því voru 5 holur undir á 9 brautinn og jafnframt þeirri síðustu á vellinum (9 holu völlur). Bjarka tókst að vinna hana 6-7 eftir að ég neyddist til að taka víti eftir upphafshöggið sem fór útaf braut. Hann var því skyndilega kominn yfir 7-2 þrátt fyrir jafna keppni.
Ákveðið var að halda áfram þótt einungis hafi verið borgað fyrir 9 holur. Skemmst er frá því að segja að ég vann allar seinni 9 holurnar. Því fór 11-7 í heildina. Ákaflega gaman.
Skorið var ekkert stórkostlegt, en þó þokkalegt. Spilað var á gulum teigum og mig minnir að ég hafi klárað á 107 í heildina.
Mig grunar að enginn hafi nennt að lesa þetta og færri skilið en mig langaði bara að koma þessu á framfæri.
Takk.
Hagnaðurinn
Hagnaðurinn brá sér með Meistaranum í golf í dag í Hveragerði. Aðstæður voru frábærar; líklega þær bestu sem ég hef spilað við í sumar, ef frá er talin ferð mín til Myrtle Beach í vor. Það var sól meirihlutann, andvari og hiti um 16 gráður. Brilliant. Hafði ég lengi ætlað að draga Meistarann (hann er kallaður Meistarinn því hann vann eitthvað skitið golfmót í fyrra) með mér í golf og taka hann í bakaríið. Meistaramót 2003 mun svo fara fram fljótlega. Þar ætla ég að sigra og fá titilinn Meistarinn; áður en ég fæ Meistaragráðuna.
Svona fór í dag:
Braut........Par.............Hagnaðurinn..........Meistarinn
1..............4................ 6............................9
2..............5................ 7............................8
3..............4................ 7............................6
4..............4................ 5............................6
5..............4................ 5............................6
6..............4................ 7............................5
7..............3................ 4............................5
8..............5................ 5............................10
9..............3................ 4............................6
10............4................ 6............................7
11............5................ 6............................8
12............4................ 6............................7
13............4................ 8............................7
14............4................ 4............................8
15............4................ 5............................8
16............3................ 4............................6
17............5................ 5............................8
18............3................ 4............................6
...............72...............98...........................126
Hef ég lagt þetta saman og komist að þeirri niðurstöðu að ég vann með 28 höggum. Þokkalegur árangur það. Hagnaðurinn spilaði á 98 en Meistarinn á 126. Í holukeppni fór 15-3. Spilað var á gulum teigum.
Setbergsgolf...
Spilaði einnig 18 holur í Setbergi í Hafnarfirði á fimmtudagskvöldinu. Var þar ásamt Bjarka Stefánssyni, skólafélaga mínum úr Coastal og vini. Fórum við í holukeppni og var það nr. 1, en jafnframt var skráð niður skor. Holukeppnin var gríðar-spennandi framan af. Eftir 4 holur var staðan jöfn 2-2. Þá tókum við þær 4 næstu jafnar, og því voru 5 holur undir á 9 brautinn og jafnframt þeirri síðustu á vellinum (9 holu völlur). Bjarka tókst að vinna hana 6-7 eftir að ég neyddist til að taka víti eftir upphafshöggið sem fór útaf braut. Hann var því skyndilega kominn yfir 7-2 þrátt fyrir jafna keppni.
Ákveðið var að halda áfram þótt einungis hafi verið borgað fyrir 9 holur. Skemmst er frá því að segja að ég vann allar seinni 9 holurnar. Því fór 11-7 í heildina. Ákaflega gaman.
Skorið var ekkert stórkostlegt, en þó þokkalegt. Spilað var á gulum teigum og mig minnir að ég hafi klárað á 107 í heildina.
Mig grunar að enginn hafi nennt að lesa þetta og færri skilið en mig langaði bara að koma þessu á framfæri.
Takk.
Hagnaðurinn
<< Home