miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Er virkilega hægt að vera með línuívilnun og byggðarkvóta á sama tíma...

... spurði maðurinn mig um daginn. Vissulega tel ég að það sé mögulegt. Til að byrja með verðum við að líta á sóknardagana á landsvísu og deila þeim með aflamarkinu. Ef sú tala er yfir ca. 0,35 er mögulegt að miðstýra línuívilnuninni frá Hafrannsóknarstofnun svo að allir séu sáttir. En til að framlegð sjávarútvegsins verði sem best verður að samtvinna byggðarkvótann og byggðarstefnu landbúnarráðuneytisins.... en það er annað mál og flóknara.

Ekki má gleyma að möskvastærð og troll togaranna verða að vera innan ramma laganna svo að brottkast í Barentshafi verði ekki of mikið. En þegar allt kemur til alls er það alltaf fjöldi þorskígilda sem ræður því hversu gott við höfum það hér á Íslandi.

Það hlýtur hver maður og kona að sjá hvað þetta er einfalt. Það eru bara nokkur grundvallaratriði sem verður að taka til skoðunar og breyta og þá fer hagvöxturinn í landinu og blússandi svíng.

Elskum fiskinn. Drepum hvalina.

Hagnaðurinn