þriðjudagur, ágúst 12, 2003

ASNI...

... Hagnaðurinn brá sér í körfuknattleik að loknum annasömum vinnudegi þar sem m.a. var slegið gras inní Árbæjarlaug. Það þótti vera skemmtileg tilbreyting.

Fór ásamt Óla Þóris, Bigga Sverris og manni að nafni Trausti/Óskar. Fínt að spila körfu í góðu veðri. Sérstaklega var þó gaman af því sem fram fór að loknum hefðbundnum leik.... þá var brugðið sér í fornfrægan leik sem reyndir virkilega á getu manna og kallast 'Asni'.

Það er skemmst frá því að segja að ég hafði gríðarlega yfirburði í þeim leik og vann með yfirburðum. Var bara með 'A´á meðan aðrir urðu úr leik. Ég lofaði að segja frá þessu og nú er þetta komið.

Takk fyrir lesturinn.

Hagnaðurinn