laugardagur, ágúst 09, 2003

Frúin í Hamborg --- Olsen Olsen...

Brá ég mér sem sagt í þetta teiti í gærkveldi. Það var heima hjá Álfheiði. Fín stemning bara og trallað soldið. Ég hafði brennt 2 diska og búið til 8 laga söngbók sem féll vel í kramið... þó var það ekki kramið.

Samt hef ég aldrei (að mig minnir) bæði farið í Frúnna í Hamborg og Olsen Olsen í sama partýinu, eða bara í partýi yfirhöfuð. En ég gerði sem sagt hvort tveggja í gær... veðmál sjáðu!

Ýmsir voru mættir og má þar helst nefna Gumma silent og Vin Diesel og Guttorm. Einnig var þarna 'Letingi Ársins 2003', sjálfur Elvar Maggason. Aðrir létu einnig sjá sig og sumir fóru snemma án þess að kveðja.

Haldiði ekki að Johnny Cash hafi svo bara mætt með gítarinn...

Hagnaðurinn