fimmtudagur, maí 31, 2007

Frjálshyggja...

Friðbjörn Orri er ótrúlega beittur og skemmtilegur penni. Hvenær ætlar frjálshyggjufélagið eiginlega að bjóða fram til þings?

A.
B.

David Duval sem fjármálaráðherra?

Efnisorð: ,

Serrano...

Einar Örn, Liverpoolaðdáandi og ofurbloggari, skrifaði um ný salöt á matseðli Serrano á þriðjudag.

Ég, Harpa og Kristín María fórum í fjölskylduferð í dag og tjekkuðum á þessu.

Punktar:
* Við fengum okkur saman Verano salat og kjúklinga burrito. Vatn fyrir feðginin, en Pepsi Max fyrir frúnna.
* Ég er nú ekki mikill salat-kall, en þetta var alltílagi. Að vísu ekki mikil máltíð ein og sér, en sjálfsagt ágætt ef maður er ekki of svangur. Aðeins of naumt skammtað af dressingunni (sem var "on the side" sem er plús). Verð per salat: 750 kall.
* Mér finnst burritoin á Serrano mjög góð, og mun betra en hjá Culiacan. Á móti finnst mér quasadillað á Cucliacan betri en á Serrano. Reyndar gerði ég þau stóru mistök að taka álpappírinn af burritoinu, svo þetta varð svolítið subbulegt hjá mér. Verð: 800 kall.
* Serrano er með barnastóla, sem er stór plús.

Niðurstaða:
Lítið en gott salat, mikið og gott burrito, fín þjónusta, subbuleg borð. Ég fer aftur.

Hagnaðurinn

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 30, 2007

Kobe...

Ég fékk símtal í dag: "Kobe er hættur í Lakers".

Þetta eru stórfréttir fyrir mann eins og mig.

Á heimsíðu Kobe má lesa um málið og hlusta á viðtöl.
ESPN fjalla einnig um þetta í smáatriðum.

... seinna í dag dró Kobe úr þessum ummælum eftir spjall við Phil Jackson.

Niðurstaðan úr öllu þessu?
Stjórn Lakers eru verulega fucked up. Jerry West til bjargar. Losum okkur við sulturnar, og fáum e-ð skárra.

Efnisorð:

þriðjudagur, maí 29, 2007

Vaka

Ég rakst á þetta video á netflakki mín og má til með að deila því með ykkur, allavega méð þér Ox. Klárlega lang-næstbesta lagið á ( ).



Gæsahúð.

Efnisorð: ,

Hjólreiðar...

Mér finnst ákaflega skemmtilegt að hjóla. Á föstudaginn verður það jafnvel enn skemmtilegra eftir að ég fæ nýja Ipodinn minn. Hjólreiðar eru nýja útrásin mín þar sem ég get ekki lengur pakkað mönnum saman í streetball, nú eða klobbað menn hægri vinstri í bumbubolta. Golf er ekki lengur útrás, sérstaklega eftir nýju Hauger sveifluna, sem er bara mjúk, stöðug, falleg og tignarleg.

Í kvöld var rjómablíða; 10 stiga hiti, sólskin og hægbreytileg átt. Game on.

Leið kvöldsins:
Bjallavað - Elliðaárdalur - Reykjanesbraut - Sæbraut - Austurstæti - Laugavegur - Frakkastígur - Miklabraut - Elliðaárdalur - Bjallavað.
Vegalengd: 23 km.
Tími: 1 klst og 10 mín.
Lengsta hjólareiðaferð ársins.

Við sjáum mynd:


Klikkið á myndina fyrir stærri útgáfu.
Ég mæli með Borgarvefsjánni.

Efnisorð:

sunnudagur, maí 27, 2007

Danceoff...

* Í gærkvöldi fór ég í þrítugsafmæli / Útskriftarveislu.
* Klukkan 18 í gær var hin frábæra bíómynd You Got Served sýnd á Bíórásinni.

Þessi atriði eru tengd, því aldrei nokkurn tímann hef ég séð jafn mörg danceoff í einu partíi. Ég tók þátt í einu slíku, og tapaði líklega. Ólevik púllaði nokkur rosaleg move, t.d. þegar hann sleikti á sér puttana, renndi þeim yfir augabrýrnar og fór beint í Jackson.

Ólevik var reyndar allt í öllu í danceoffum kvöldsins, og tók stórri áskorun frá einhverri stelpu. Þá var öllu til tjaldað. Menn leituðu til meistara Leroy. Viðbjóðslega fyndið video by the way.

Óli tók:
Ping-ping
Tína epli
Tína sveppi
Mjólka kúna
... og fleira.

Hann klikkaði reyndar á nokkrum rosalegum eins og "tchernobyl child playing ping-pong" og "walk like the king" og varð því að sættast á jafntefli.

Danceoff maður, skemmtileg á meðan þeim stendur, en kjánaleg daginn eftir.

Efnisorð:

Kolaportið...

* Í gær vorum við Harpa að selja drasl í Kolaportinu, ásamt mæðrum okkar og einni kellingu til. Við tókum einn bás, 7000 kall. Þetta voru mistök nr. 1 -- alltof lítill bás fyrir alltof mikið af drasli.

* Uppröðunin var skelfileg, vægast sagt. Líklegast efni í case-study í uppröðunarbransanum. Mistök nr. 2.

* Maður reyndi að ræna John Lennon boxinu mínu. Ég sá við honum, hann valdi ekki réttan mann til að ræna hjá. Hann skammaðist sín svo að hann keypti boxið á 3000 kall.

* Diskarnir mínir voru langvinsælasta varan - 500 kall stykkið.

* Ungur drengur í næsta bás var að selja Videospólur. Hann var rauðhærður. Þegar leið á daginn spurði hann mig:
"Hvað viltu fá fyrir alla diskana?"
Ég: "Við teljum bara diskana, margföldum með 500, og svo gef ég þér afslátt."
Hann: "Sko, ef þú hefur farið í svo mikið sem einn viðskiptafræðitíma þá myndirðu nú vita blablabla..."

Fáviti. Hann var að selja videospólur.

* Fyrsta golfsett Hauger Woods seldist áður en Kolaportið opnaði. Verð: 5000 kall.

* Round 2: Á morgun, annan í hvítasunnu. Allt á að seljast. Það sem selst ekki verður gefið fátækum (fyrir utan diskana).

* Hagnaður dagsins: Tæpar 30 þús kr.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, maí 24, 2007

Miðbæjarmatur...

Í hádeginu í dag borðaði Hagnaðurinn í fyrsta sinn í kjallara Ostabúðarinnar, en þar er boðið uppá hádegismat.

Þetta er sæmilega huggulegur staður. Að vísu eru háir barstólar full ópraktískir, sérstaklega þegar barn er með í för, auk þess sem borðið var ekki alveg að höndla 4 glös, 4 diska og brauðdisk. En einhverju þarf að fórna þegar hámarka skal tekjurnar.

Maturinn:
Ég fékk mér fisk dagsins (rauðspretta á tómatbeði). Nokkuð gott, en alltof lítið.
Betra var salatið hennar Hörpu með svartfugli. Ég mæli frekar með því. Rosalega gott.
Svo var tómatsúpan hennar Kristínar Maríu mjög góð.

Svo er alveg inní myndinni að fá sér fiskisúpu, rétt eins og Harrý og Heimir gerðu hérna í den.

Ég fer aftur í Ostabúðina, það er á hreinu.

Efnisorð: ,

miðvikudagur, maí 23, 2007

Kolaportið...

Ég er á leiðinni í Kolaportið um helgina (laugardag og sunnudag) - Kompudagar...

Ég verð með fullt af hágæðavöru á hlægilegu verði. CDs, DVDs, föt, dót, golfsett og margt fleira.

Allir að mæta á milli 11 og 17.

Stuð.

Efnisorð: ,

Fótbolti...

Eitt af fáu sem getur bætt upp leiðinlegan fótboltaleik er góð pizza.

Efnisorð: ,

mánudagur, maí 21, 2007

3rd annual Clint Invitational...

Ágætu vinir,
Nú styttist í það sem flestir kylfingar hafa beðið eftir; 3rd annual!

Sjá umfjöllun:
1st annual.
2nd annual.

Ég er yfirlýsingaglaður maður, en kýs að lofa engu þetta árið NEMA... þetta verður glæsilegasta mótið hingað til.

Áhugasamir um þátttöku í ár, vinsamlegast skiljið eftir ummæli.

Efnisorð: , , , ,

Besti gamanþáttur allra tíma.

Síðasti þátturinn í 3. seríu af Office var sýndur úti fyrir helgi. Tvöfaldur þáttur.

Ég er mikill aðdáandi þáttanna, og hef á þessum tímamótum ákveðið að setja saman lista yfir bestu gamanþætti sögunnar:
1) The Office
2) Entourage
3) Friends

Efnisorð:

Tapas-barinn...

Ég hef farið nokkur reglulega á Tapas-barinn í gegnum árin. Oft verið hrifinn, en aldrei misst mig í geðshræringu yfir hversu staðurinn sé góður.

Á laugardaginn fór ég í Tapas með góðu fólki. Ég fékk mér eftirfarandi:
- Andabringa með appelsínusósu Grand Mariner - slakt þetta kvöld.

- Ofnbakaður skötuselur með Serrano og pesto - viðbjóðslega gott, besti réttur kvöldsins.
- Hvítlauksbakaðir humarhalar - vonbrigði.

- Grillaðir humarhalar á spjóti - sæmilegt.

- Grilluð risahörpuskel með portvíns Balsamico - afbragð.

- Kengúrusteik a la krókódíla Dundie - frábært.
- Kjúklingastrimlar í chilli-raspi með gráðaostasósu - mjög gott.

Að lokum, ég mæli ekki með staðnum svona á laugardagskvöldi, sérstaklega ef það eru 12 blindfullar kvensur á næsta borði, spúandi reyk og rekandi við.

Efnisorð: ,

sunnudagur, maí 20, 2007

Golfblogg - bestu bloggin...

Í kvöld voru spilaðar 9 holur á velli Oddfellowa. Með í för voru Biggington og Ólafur Þórisson.

Veðrið var skrítið. Á fyrsta teig var haglél. Það snjóaði á sjöttu og sjöundu braut. Sólin lét sjá sig. Stundum var rok, en stundum andvari. Ísland!

Spilamennskan:
1-bogey
2-bogey (missti 50 cm pútt, greenið erfitt)
3-double (næst erfiðasta hola landsins)
4-double (púttin)
5-sprengja
6-par
7-par
8-double
9-bogey

Niðurstaða:
Margt jákvætt í kvöld við erfiðar aðstæður. Drævin nokkuð stöðug fyrir utan 5. brautina. Járn yfir 100 metra býsna góð. Nokkur skemmtileg chip. Performance vs Yfirlýsingar í lagi.

Það slæma: Púttin klárlega léleg í kvöld. Kenni greenunum um svona helming af því. 70-100 metra högg ekki nógu góð, oftast stuttur.

Efnisorð:

Sveppi búnir...

Ég fór á Subway í hádeginu (Austurstæti). Pantaði 12 tommu bát mánaðarins á honey oat brauði, ristaðan.

Það vildi svo skemmtilega til að það var aðeins til eitt brauð á staðnum, og það var 12 tommu honey oat. Ég spurði því afgreiðslustelpuna:
"Hvað með þá sem koma á eftir mér, fá þeir engan bát?"
"Nei, en þeir geta fengið sér vefju"

Þetta minnir á vinnubrögðin á hinum of-vanmetna stað Pizza King. Ég borða þar mjög reglulega, og það hefur gerst ansi oft þegar ég panta mér standardinn minn (Pepp, svepp, rjómaost) að gæinn svarar:
"Sveppi búnir, ananas í staðinn eða paprika?"

Svona er þetta stundum.

Efnisorð: ,

Djamm...

Hagnaðurinn fór útá lífið í gær, en það gerist ekki oft núna í seinni tíð. Ég veit ekki hvort ég sé orðinn gamall eða bara skrítinn, en ég er ekki alveg að finna mig í þessari miðbæjarstemningu. Við fórum á nokkra staði (um klukkan 11).

B5: Flottur staðir, en eiginlega engin borð til að sitja við. Það er mínus þegar þú ert í 12 manna hópi.
Q-bar: Hann er orðinn samkynhneigður, mjög há tónlist og spes stemning.
Oliver: Öll borð upptekin, eða ekki beint upptekin, heldur frátekin. Ekki gott.
Barinn: Var að koma á þennan stað í fyrsta sinn og hann var svona lala. Reyndar átti DJ-inn ekki Gente di mare, sem er mínus.

Miðbær eða partý?
Partý!

Efnisorð:

föstudagur, maí 18, 2007

Mál málanna...

#1. Twenty Four - 2 hour season finale.
Úff. Þetta verður eitthvað, eins og stundum er sagt.

#2. Símtöl við útlönd í dag.
Fyrst var ég að tala við konu í Hollandi, og hún endaði símtalið á því að segja "success". What sagði ég. "Ehh.... I mean good luck".

Í framhaldi af því hringdi ég til Þýskalands (sama mál). Þar margítrekaði starfsmaður í þjónustuveri að hann þyrfti að tala við sinn chef til að klára málið.

Sinnep, anyone?

Efnisorð: ,

Holland...

Ég er á leiðinni til Hollands eftir 3 vikur.

Ferðaáætlunin er ekki ítarleg, en eitt var þó ákveðið; það átti að kíkja í dýragarðinn í Rotterdam.

Spurning hvort þessi frétt breyti því eitthvað?

Efnisorð:

Heilsa...

Ég er búinn að vera duglegur undanfarnar vikur.
Núna í vikunni er ég búinn að hjóla tvisvar niðrí bæ, ég er búinn að fara út að hlaupa þrisvar sinnum í hádeginu, ég er búinn að minnka gosdrykkju mikið, og ég hef reynt að sneiða hjá sælgætisneyslu. Áhrifin eru strax áþreifanleg.

Ég er hressari, glaðari, á auðveldara með að vakna á morgnana og kem meiru í verk. Svo byrjaði ég loksins á ritgerðinni minni -- þetta er win-win-win situation eins og vinur minn Michael Scott orðaði það.

Samantekt og niðurstaða:
Hreyfing er þjóðhagslega hagkvæm, og hún er líka einstaklingslega hagkvæm. Nú liggur það fyrir að eftirlíf eða framhaldslíf er óhugsandi, og því mikilvægt að hámarka veru sína á jörðu niðri, og þar skiptir hreyfing og skynsamlegt matarræði öllu máli.

Árangur áfram - ekkert stopp.

Efnisorð: , , ,

fimmtudagur, maí 17, 2007

Nonni...

Ég fékk mér kjúklingabát á Nonna í hádeginu. Þetta er í fyrsta sinn í svona eitt og hálft ár sem ég fæ mér Nonna, þrátt fyrir að Nonni sé hérna við hliðiná okkur á Píanóbarnum.

Nú man ég af hverju ég hafði ekki fengið mér bát í svona langan tíma. Þetta er óþverri.

Ef ég verð einhvern tímann það fullur í bænum að ég hvetji til ferðar á Nonnann, klípið mig þá í bakið og segið við mig: "nei nei Hagnaður, Nonni er viðbjóður, fáum okkur frekar pítsusneið eða pulsu".

Af þessu tilefni er rétt að benda á þá fast food staði í miðbænum sem fá OK stimpil frá Hagnaðinum:
Subway
Pizza King
Hamborgarabúllan
Viktor (bara á föstudögum)
Eldsmiðjan
Vegamót
American Style (er í skoðun)

Efnisorð: ,

þriðjudagur, maí 15, 2007

Á heilanum...

Þetta lag = geðveikt

Efnisorð: ,

The Secret...

Ég skrifaði um leyndarmálið á vormánuðum. Athyglisverð mynd.

Núna fyrir helgi var ég svo að hugsa um ís í vinnunni, og 2 mínútum síðar kom vinnufélagi með ís og köku og tilkynnti um afmæli. Leyndarmál.

Eftir að leik á golfmótinu lauk á föstudaginn, og við vorum að rölta í partíið, sagði ég einhvern ömurlegan "hooked on a feeling" brandara; slæs, húkk, bla bla. Enginn heyrði hann, enda lækkaði ég mig í miðri setningu þegar ég fattaði í hvað stefndi. Annað lagið sem ég heyri svo í partíinu?

Jú, Hooked on a Feeling af Reservoir Dogs soundtrakkinu. Leyndarmál.

Slæm meðferð á góðum vefslóðum:
1
2
3

Efnisorð: , , , ,

Stjórnin fallin...

Sjá hér, eftir ca 55 sek.

Efnisorð:

mánudagur, maí 14, 2007

Golfblogg - bestu bloggin

Á föstudaginn tók ég þátt í Texas Scramble móti á Garðavelli á Akranesi. Þetta var innanvinnumót, dregið í lið.

Við byrjuðum á 7. braut - par 3. Eitt sem var ég kallaður "Chelsea" eftir skynsamlegt vipp framhjá bunker á þeirri holu. "Barcelona" hefði verið yfir bönkerinn og endað í bönkernum hinu megin. Hvað um það, þá er alltaf erfitt sálrænt að byrja á par 3.

Spilamennskan var heilt yfir sæmileg. Drævin ok eftir miklar æfingar í Básum, en allt undir 100 metrum var í fokki, púttin included. 47 högg niðurstaða, sem er lélegt.

Hápunktur dagsins, 260 metra dræv á 5. braut.
Lágpunktur dagsins, dræv out of bounds á 9. braut.

Eftir mót var drukkið bjór og rauðvín og borðað kjöt og saltstangir. Mikið var ég svo feginn daginn eftir að hafa verið skynsamur og farið heim klukkan eitt.

Efnisorð:

sunnudagur, maí 13, 2007

Hjólreiðablogg - næstbestu bloggin...

Golfbloggin eru jú bestu bloggin.

Í morgun fór ég í fyrstu hjólareiðaferð ársins, og fyrstu hjólreiðaferðina héðan úr Norðlingaholtinu.

Leiðin lá í gegnum Elliðadalinn, yfir Miklubrautina, meðfram Suðurlandsbrautinni, Laugaveginn og niðrá torg. Fáir voru á ferli, og þá helst rónar og útlendingar.

Heimleiðin var svo í gegnum Klambratún, Miklabraut, Reykjanesbraut, Bakkar, Seljahverfi (Manhattan) og þaðan í Norðlingaholtið.

Ég er í slæmu hjólaformi, auk þess sem hjólið er í ruglinu. Það ískrar í því og gírarnir virka ekki sem skildi. Til dæmis virkar ekki minnsta fremra tannhjólið, sem þýðir á mannamáli að gírar 1-7 virka ekki. Það er vandamál í brekkum. Auk þess er sjálfskipting á aftara tannhjólinu. Ég lét mig samt hafa það.

Vindáttin var hagstæð; norð-norð-vestan 10. Það hentar vel því leiðin niðrí bæ er að mestu niðrí móti (mótvindur), en heimleiðin er þyngri og gott að hafa vind í bakið. Og það vill þannig til að norð-norð-vestan er svona slæs-vindur, sem hentar vel á braut sem liggur frá vinstri til hægri.

Á næstunni ætla ég að hjóla mikið, og þá sérstaklega þegar ég er búinn að uppfæra hjólið og kaupa barnastól fyrir KMH.

Efnisorð: ,

Ágæti Geir!

Til hamingju með sigurinn.

Ekkert rugl núna, eins og að fara í stjórn með Framsóknarflokknum. Ef það gerist mun ég segja mig úr flokknum!

Virðingarfyllst,
Hagnaðurinn

Efnisorð:

Magnus Ver Magnusson....

Ég er að horfa á Pistons-Bulls, og sá þessa Coors Light auglýsingu núna áðan. Hún er álíka að gæðum og bjórinn.

Efnisorð:

laugardagur, maí 12, 2007

23 undir pari!

Ég hef það fyrir sið að taka með mér dagblað eða tímarit þegar ég geri nr. 2. Hér í Norðlingaholtinu er ekki enn byrjað að bera út blöð, heldur þurfum við að fara útí hverfissjoppuna (skúrinn) til að ná í blaðið. Ég nenni því ekki.

Þess í stað hef ég byrjað að spila golfleikinn í Nokia símanum mínum. Skemmtilegur leikur. Núna í dag spilaði ég 18 holur á samtals 23 höggum undir pari. Þetta hlýtur að vera einhvers konar met. Betra en bördí meðaltal.

Efnisorð: ,

föstudagur, maí 11, 2007

Kosningar 2007...

Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á morgun. Ég tel stefnu flokksins skynsama og ríma best við mitt líf og mínar skoðanir.

Ef ég yrði að ranka upp flokkana frá 1-6, þá yrði röðin svona:

1) Sjálfstæðisflokkurinn
2) Samfylkingin
---- Gífurlega stórt bil ----
3) Framsóknarflokkurinn
4) Íslandshreyfingin
5) Frjálslyndi flokkurinn
6) Vinstri grænir

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 09, 2007

Lobbi...

Guðmundur Ólafsson, Lobbi, var í Silfri Egils á sunnudaginn. Guðmundur er stærðfræðingur og kennir í viðskiptadeild Háskóla Íslands.

Lobbi er sjálfsagt ágætis kall, en mér fannst margt í hans málflutningi ansi loðið komandi frá álitsgjafa í efnahagsmálum. Til dæmis það sem hann sagði um Jesús og Bjarna Ármannsson, sjá hér eftir 1 mín og 50 sek. Aukaatriði segja sumir, en ég sendi honum línu þar sem mínir útreikningar gáfu allt aðra og hærri niðurstöður en hann fékk:

Sæll Guðmundur,
Ég fylgdist með umfjöllun þinni í Silfri Egils á sunnudaginn og tók eftir athyglisverðum samanburði á kennaralaunum Jesú Krists og starfslokssamningi Bjarna Ármannssonar.
Gætirðu útskýrt fyrir mér hvernig þú færð þessa niðurstöðu?

Lobbi svaraði korteri seinna:
250.000 * 12 * 2007 = 6.021.000.00

Mér skilst að hann hafi 6,8 milljarða með öllu upp úr krafsinu.

Jesú Kristur tekur væntanlega ekki vexti, það var á móti óhófs (usuri) lögum kirkjunnar.

-- Hann gleymdi því bara að minnast á óhófslög kirkjunnar, en það er náttúrulega algjört lykilatriði. En Lobbi fær plús í kladdann fyrir að svara.

Þetta er eins og ég myndi segja: Ég hefði pottþétt unnið Carl Lweis í 100 metra hlaupi þegar hann var á hátindi ferils sína, en ekki minnst á að ég hefði fengið 70 metra í forskot.

Efnisorð: , , ,

Bíó...

The Fountain:
Þetta er mynd í leikstjórn Darren Aronofsky, þeim hinum sama og færði okkur hina frábærlega stórkostlegu Requiem for a Dream. Væntingarnar voru því miklar.
Til að gera langa sögu stutta þá fannst mér þetta leiðinleg mynd. Hún var flott, vel leikin og allt það, en hún var bara drepleiðinleg.
50/100.

Blades of Glory:
Já, þetta var ágæt afþreying. Ekki mikið meira en það.
60/100.

Deja Vu:
Denzellinn í furðulegri mynd þar sem menn ferðast til baka í tíma, deyja eða ekki, og bara eitthvað kjaftæði. Vinstri Grænir meets Frjálslyndi flokkurinn.
30/100.

Efnisorð:

þriðjudagur, maí 08, 2007

Halló - eða ekki

Ég er búinn að vera í fríi frá vinnu síðustu 2 daga þar sem Harpa er í próflestri. Í dag skelltum við Kristín María okkur í Kringluna, bara svona til að dúlla okkur eitthvað.

Þar sem ég er að labba á neðri hæðinni framhjá versluninni Casa lyfti ég upp hendinni og klóra mér í hausnum, og lít í þeirra hreyfingu inní búðina. Þar stendur maður, horfir á mig og veifar á móti, rétt eins og ég væri að heilsa honum. Hann fattaði held ég strax að hann þekkti mig ekki neitt svo úr varð vandræðalegt moment.

Þessi maður er Guðmundur Torfason; GT.

Ekki er ólíklegt að þessi sami maður sé heilbrigðisráðherraefni Frjálslynda Flokksins. Með GT við stjórnina munu allir borða fisk og kúka í hádeginu.

Efnisorð: , , , ,

sunnudagur, maí 06, 2007

Áhrifamestu konurnar...

Ég sá DV um helgina. Eins og svo oft í þessu blaði eru listar yfir hitt og þetta. Núna var listi yfir áhrifamestu konur landsins. Hann var einhvern veginn svona:
1) Ingibjörg Sólrún
2) Björk Guðmunds
3) Þorgerður Katrín
... Pálmadætur, Dorrit og einhverjar kellur.

Í 12. sæti var svo Katrín Anna, talskona feministafélagsins!!!

Konur, þið getið betur. Í alvöru.

.... og Inga Solla nr. 1. Í alvöru.

Vááá.

Efnisorð: , , ,

Guðmundur Ólafsson í Silfrinu...

Guðmundur fór yfir 9 mínusa og 9 plúsa í efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar!

Ég hef heyrt að þessi maður eigi að vera rosalega snjall. Ég get ekki séð það.

Efnisorð: ,

laugardagur, maí 05, 2007

Global warming...

Ég horfði á 2 myndir í gær.

Fyrst sá ég An Inconvenient Truth, þar sem Al Gore "fyrrverandi næsti forseti Bandaríkjanna" fór yfir stöðuna. Skemmtileg mynd og fróðleg, og í lokin hugsaði ég "já, þetta er áhyggjuefni, kannski ég ætti að kaupa mér hybrid bíl, endurvinna meira og hjóla í vinnuna á sumrin."

Síðan horfði ég á The Great Global Warming Swindle, en í þeirri mynd er því haldið fram að hlýnun jarðar sé ekki afleiðing af gjörðum manna. Sterk rök eru lögð fram.

Horfa á The Great Global Warming Swindle.

Ég ætla ekki að leggja dóm á málið, enda enginn sérfræðingur í þessum fræðum, en ég mæli með báðum myndunum.

Efnisorð: ,

föstudagur, maí 04, 2007

300

Ég var hræddur við þessa mynd, hæpið var slíkt. Í stuttu máli: Hún stóðst ekki væntingar.

Þetta var flott og kúl mynd og mikið fyrir augað, en hún var bara full einhæf. Það er gaman að horfa á Ronaldinho taka skærin í slow motion, en nennir einhver að horfa á hann taka skærin í slow motion í 90 mínútur?

Ekki misskilja, þetta var góð mynd, en hún var ekki frábær.

... og allir saman nú ... "árangur áfram, ekkert stopp, trallla lalala lalala"

Efnisorð:

Árangur áfram - Ekkert stopp

Sumarlagið í ár, ha Stiftamtmaður!

Via.

Efnisorð: ,

Vitleysingar...

Kona útí bæ var að reikna.
"Ég er svo mikill talnaspekingur að ég sé glögglega að ef fráfarandi forstjóri Glitnis gæfi eftir kaupréttina sína og starfslokalaunin, samtals tæpa 7 milljarða eins og sagan hermir, væri hægt að hækka skattleysismörkin úr 90 þúsund kr. í 97 þúsund. Menn hafa keppst við að reikna það út að hver 10 þúsund kr. hækkun skattleysismarka nemi um 8-10 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð."

Þessi kona er á villigötum.
Það sem hún er ekki að átta sig á er að tekjur og hagnaður er ekki það sama. Það er Ömma Ömurlega lykt af þessu máli.

Orri fjallaði nýlega um mál af sama stofni.

Efnisorð: ,

miðvikudagur, maí 02, 2007

Yfirburðir...

AC Milan slátraði hinu léttleikandi og skemmtilega liði manutd. Varnarjaxlarnir Vidic og Heinze áttu stórleik.

En yfirburðir birtast ekki bara á knattspyrnuvellinum.

Það vill svo skemmtilega til að ég hef yfirburði á sviði sem kannski margir spá ekki í. Það er nefnilega þannig að ég er langbestur á mínu heimili að hringja í ókunnuga (fyrirtæki, etc). Ég er til dæmis frábær í því að hringja í Ikea til að vita hvað það er opið lengi. Ég er yfirburðakvartari.

Ég lærði það í kvöld að þetta stafar af einhverju sem kallast símafóbía.

Alltaf lærir maður e-ð nýtt.

Efnisorð: ,

Aþena...

Rafa, chillandi í vítaspyrnukeppninni.

Efnisorð: