sunnudagur, maí 20, 2007

Sveppi búnir...

Ég fór á Subway í hádeginu (Austurstæti). Pantaði 12 tommu bát mánaðarins á honey oat brauði, ristaðan.

Það vildi svo skemmtilega til að það var aðeins til eitt brauð á staðnum, og það var 12 tommu honey oat. Ég spurði því afgreiðslustelpuna:
"Hvað með þá sem koma á eftir mér, fá þeir engan bát?"
"Nei, en þeir geta fengið sér vefju"

Þetta minnir á vinnubrögðin á hinum of-vanmetna stað Pizza King. Ég borða þar mjög reglulega, og það hefur gerst ansi oft þegar ég panta mér standardinn minn (Pepp, svepp, rjómaost) að gæinn svarar:
"Sveppi búnir, ananas í staðinn eða paprika?"

Svona er þetta stundum.

Efnisorð: ,