miðvikudagur, maí 09, 2007

Bíó...

The Fountain:
Þetta er mynd í leikstjórn Darren Aronofsky, þeim hinum sama og færði okkur hina frábærlega stórkostlegu Requiem for a Dream. Væntingarnar voru því miklar.
Til að gera langa sögu stutta þá fannst mér þetta leiðinleg mynd. Hún var flott, vel leikin og allt það, en hún var bara drepleiðinleg.
50/100.

Blades of Glory:
Já, þetta var ágæt afþreying. Ekki mikið meira en það.
60/100.

Deja Vu:
Denzellinn í furðulegri mynd þar sem menn ferðast til baka í tíma, deyja eða ekki, og bara eitthvað kjaftæði. Vinstri Grænir meets Frjálslyndi flokkurinn.
30/100.

Efnisorð: