miðvikudagur, maí 09, 2007

Lobbi...

Guðmundur Ólafsson, Lobbi, var í Silfri Egils á sunnudaginn. Guðmundur er stærðfræðingur og kennir í viðskiptadeild Háskóla Íslands.

Lobbi er sjálfsagt ágætis kall, en mér fannst margt í hans málflutningi ansi loðið komandi frá álitsgjafa í efnahagsmálum. Til dæmis það sem hann sagði um Jesús og Bjarna Ármannsson, sjá hér eftir 1 mín og 50 sek. Aukaatriði segja sumir, en ég sendi honum línu þar sem mínir útreikningar gáfu allt aðra og hærri niðurstöður en hann fékk:

Sæll Guðmundur,
Ég fylgdist með umfjöllun þinni í Silfri Egils á sunnudaginn og tók eftir athyglisverðum samanburði á kennaralaunum Jesú Krists og starfslokssamningi Bjarna Ármannssonar.
Gætirðu útskýrt fyrir mér hvernig þú færð þessa niðurstöðu?

Lobbi svaraði korteri seinna:
250.000 * 12 * 2007 = 6.021.000.00

Mér skilst að hann hafi 6,8 milljarða með öllu upp úr krafsinu.

Jesú Kristur tekur væntanlega ekki vexti, það var á móti óhófs (usuri) lögum kirkjunnar.

-- Hann gleymdi því bara að minnast á óhófslög kirkjunnar, en það er náttúrulega algjört lykilatriði. En Lobbi fær plús í kladdann fyrir að svara.

Þetta er eins og ég myndi segja: Ég hefði pottþétt unnið Carl Lweis í 100 metra hlaupi þegar hann var á hátindi ferils sína, en ekki minnst á að ég hefði fengið 70 metra í forskot.

Efnisorð: , , ,