fimmtudagur, maí 31, 2007

Serrano...

Einar Örn, Liverpoolaðdáandi og ofurbloggari, skrifaði um ný salöt á matseðli Serrano á þriðjudag.

Ég, Harpa og Kristín María fórum í fjölskylduferð í dag og tjekkuðum á þessu.

Punktar:
* Við fengum okkur saman Verano salat og kjúklinga burrito. Vatn fyrir feðginin, en Pepsi Max fyrir frúnna.
* Ég er nú ekki mikill salat-kall, en þetta var alltílagi. Að vísu ekki mikil máltíð ein og sér, en sjálfsagt ágætt ef maður er ekki of svangur. Aðeins of naumt skammtað af dressingunni (sem var "on the side" sem er plús). Verð per salat: 750 kall.
* Mér finnst burritoin á Serrano mjög góð, og mun betra en hjá Culiacan. Á móti finnst mér quasadillað á Cucliacan betri en á Serrano. Reyndar gerði ég þau stóru mistök að taka álpappírinn af burritoinu, svo þetta varð svolítið subbulegt hjá mér. Verð: 800 kall.
* Serrano er með barnastóla, sem er stór plús.

Niðurstaða:
Lítið en gott salat, mikið og gott burrito, fín þjónusta, subbuleg borð. Ég fer aftur.

Hagnaðurinn

Efnisorð: