sunnudagur, maí 20, 2007

Djamm...

Hagnaðurinn fór útá lífið í gær, en það gerist ekki oft núna í seinni tíð. Ég veit ekki hvort ég sé orðinn gamall eða bara skrítinn, en ég er ekki alveg að finna mig í þessari miðbæjarstemningu. Við fórum á nokkra staði (um klukkan 11).

B5: Flottur staðir, en eiginlega engin borð til að sitja við. Það er mínus þegar þú ert í 12 manna hópi.
Q-bar: Hann er orðinn samkynhneigður, mjög há tónlist og spes stemning.
Oliver: Öll borð upptekin, eða ekki beint upptekin, heldur frátekin. Ekki gott.
Barinn: Var að koma á þennan stað í fyrsta sinn og hann var svona lala. Reyndar átti DJ-inn ekki Gente di mare, sem er mínus.

Miðbær eða partý?
Partý!

Efnisorð: