mánudagur, maí 21, 2007

Tapas-barinn...

Ég hef farið nokkur reglulega á Tapas-barinn í gegnum árin. Oft verið hrifinn, en aldrei misst mig í geðshræringu yfir hversu staðurinn sé góður.

Á laugardaginn fór ég í Tapas með góðu fólki. Ég fékk mér eftirfarandi:
- Andabringa með appelsínusósu Grand Mariner - slakt þetta kvöld.

- Ofnbakaður skötuselur með Serrano og pesto - viðbjóðslega gott, besti réttur kvöldsins.
- Hvítlauksbakaðir humarhalar - vonbrigði.

- Grillaðir humarhalar á spjóti - sæmilegt.

- Grilluð risahörpuskel með portvíns Balsamico - afbragð.

- Kengúrusteik a la krókódíla Dundie - frábært.
- Kjúklingastrimlar í chilli-raspi með gráðaostasósu - mjög gott.

Að lokum, ég mæli ekki með staðnum svona á laugardagskvöldi, sérstaklega ef það eru 12 blindfullar kvensur á næsta borði, spúandi reyk og rekandi við.

Efnisorð: ,