1st Annual Clint Invitational Golf Championship
... fór fram í fádæma veðurblíðu á Húsatóftavelli í Grindavík laugardaginn 23. júlí síðastliðinn.
Alls tóku 20 fullþroska karlmenn þátt í mótinu, eða 10 lið. Leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi, með forgjöf, og réð heildarpunktafjöldi að loknum 13 holum úrslitum mótsins.
Mótið átti að hefjast klukkan 14:00 stundvíslega, og hollin 5 áttu að byrja á fyrstu 5 teigunum. Það gekk ekki eftir vegna fádæma fávisku starfsmanna vallarins á golf-íþróttinni. Það var þó reynt að gera gott úr málunum og fór mótið hægt af stað; en af stað fór það.
Baldur Knútsson var skemmtana- og mótsstjóri.
Sem slíkur afhenti hann keppendum teig-gjöfina áður en lagt var af stað. Hún samanstóð af handklæði, derhúfu, áfengis-pela og svona 'uniti' með flatargaffli, boltamerki, tíum og blýanti. Nokkuð glæsileg gjöf myndi ég segja. Er styrktaraðilum mótsins þakkað fyrir gjafirnar.
Sjálft mótið gekk ágætlega fyrir sig. Búið var að draga/raða í lið þannig að einn 'góður' og einn 'slakur' myndu spila saman. Það gekk eftir í flestum tilfellum. Menn voru að spila misvel. Sjálfur spilaði ég með Steinari Arasyni. Við byrjuðum illa, en enduðum nokkuð vel. Á holunum 13 náðum við í 3 pör, 8 skolla, 1 skramba og 1 þrefaldan skolla.
Mótinu lauk svo í kringum klukkan 18:30, misjafnt þó eftir hollum.
Að móti loknu var svo brunað heim, skellt sér í sturtu, og svo hist heima hjá mér í Hagnaðarsetrinu. Þar fór fram grillveisla, verðlauna-afhending, og svo almenn skemmtun og óheilbrigðir lifnaðarhættir.
Grillveislan samanstóð af kjúklingabringum, kartöflum, hrásalati og sósum. Sjálfur Ommidonna sá um matseld að mestu leiti, með mig sem aðstoðarmann. Þetta gekk stórslysalaust fyrir sig, og menn hámuðu þetta í sig af plast-diskum, með plast-hnífapörum... sem brotnuðu í gríð og erg. Þessu var svo skolað niður með Egils Gull bjór; af krana.
Svo var komið að stóru stundinni... sjálf verðlaunaafhendingin:
Fyrst voru veitt nándarverðlaun á 13. braut. Viðar Guðjónsson (Keðjan) vann þar glæsilega matarkörfu. Enda var hann sá eini sem hitti green-ið. Nándin var hátt í 30 metrar... á 138 metra braut!!!
Því næst voru veitt verðlaun fyrir lengsta 'drive'. Þau tók Ommidonna. Hann átti hátt í 300 metra högg á fyrstu brautinni. Fékk hann einnig matar (nammi) körfu.
Svo var það runner-ups.
Ég og Steini tókum það eftir gífurlega baráttu við Ommadonna og Ólaf Þórisson. Bæði lið á 22 punktum, en við sterkari á seinni hlutanum, og því unnum við. Í verðlaun voru golf-boltar.
Sigurvegarar mótsins léku á 23 punktum, eða aðeins 1 punkti fleira en liðum í öðru og þriðja sæti. Þvílík gífurleg gríðarleg spenna. Vááááá!
Sigurvegar mótsins voru Andrés Jónsson og Freyr Karlsson. Fengu þeir farandbikar í verðlaun, auk þess að hvor um sig fékk MP3 spilara/USB tengi.
Glæsileg verðlaun og glæsilegir sigurvegarar.
... svo var það rúsínan í pylsuendanum. Óvæntu verðlaunin...
Dregið var úr skorkortum og áttu allir jafna möguleika, eða 1/20 = 5%
Það er skemmst frá því að segja að ég sjálfur var dreginn út. Ætti kannski ekki að koma á óvart þegar maður hugsar útí það. Ég er einfaldlega gífurlega heppinn! 7-9-13
Í verðlaun var Playstation tölva.
Svo var partý.
Niðurstaða:
Ég vil meina að þetta hafi tekist alveg svakalega vel, ef undan eru skildir smá byrjunar-erfiðleikar á mótsstað. Menn virtust ánægðir með mótið og það var almenn gleði ríkjandi. Slíkt er mikilvægt.
Golf = 1500 kr
Matur og drykkur = 2000 kr
Vinátta og skemmtun = priceless
Það segir kannski meira en mörg orð að nú þegar er byrjað að skipuleggja næsta golf-sumar... og við erum ekki að tala um eitt mót! Nei nei; það er verið að tala um mótaröð!
Góðar stundir,
Hagnaðurinn
Alls tóku 20 fullþroska karlmenn þátt í mótinu, eða 10 lið. Leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi, með forgjöf, og réð heildarpunktafjöldi að loknum 13 holum úrslitum mótsins.
Mótið átti að hefjast klukkan 14:00 stundvíslega, og hollin 5 áttu að byrja á fyrstu 5 teigunum. Það gekk ekki eftir vegna fádæma fávisku starfsmanna vallarins á golf-íþróttinni. Það var þó reynt að gera gott úr málunum og fór mótið hægt af stað; en af stað fór það.
Baldur Knútsson var skemmtana- og mótsstjóri.
Sem slíkur afhenti hann keppendum teig-gjöfina áður en lagt var af stað. Hún samanstóð af handklæði, derhúfu, áfengis-pela og svona 'uniti' með flatargaffli, boltamerki, tíum og blýanti. Nokkuð glæsileg gjöf myndi ég segja. Er styrktaraðilum mótsins þakkað fyrir gjafirnar.
Sjálft mótið gekk ágætlega fyrir sig. Búið var að draga/raða í lið þannig að einn 'góður' og einn 'slakur' myndu spila saman. Það gekk eftir í flestum tilfellum. Menn voru að spila misvel. Sjálfur spilaði ég með Steinari Arasyni. Við byrjuðum illa, en enduðum nokkuð vel. Á holunum 13 náðum við í 3 pör, 8 skolla, 1 skramba og 1 þrefaldan skolla.
Mótinu lauk svo í kringum klukkan 18:30, misjafnt þó eftir hollum.
_________________________________________________________
Að móti loknu var svo brunað heim, skellt sér í sturtu, og svo hist heima hjá mér í Hagnaðarsetrinu. Þar fór fram grillveisla, verðlauna-afhending, og svo almenn skemmtun og óheilbrigðir lifnaðarhættir.
Grillveislan samanstóð af kjúklingabringum, kartöflum, hrásalati og sósum. Sjálfur Ommidonna sá um matseld að mestu leiti, með mig sem aðstoðarmann. Þetta gekk stórslysalaust fyrir sig, og menn hámuðu þetta í sig af plast-diskum, með plast-hnífapörum... sem brotnuðu í gríð og erg. Þessu var svo skolað niður með Egils Gull bjór; af krana.
Svo var komið að stóru stundinni... sjálf verðlaunaafhendingin:
Fyrst voru veitt nándarverðlaun á 13. braut. Viðar Guðjónsson (Keðjan) vann þar glæsilega matarkörfu. Enda var hann sá eini sem hitti green-ið. Nándin var hátt í 30 metrar... á 138 metra braut!!!
Því næst voru veitt verðlaun fyrir lengsta 'drive'. Þau tók Ommidonna. Hann átti hátt í 300 metra högg á fyrstu brautinni. Fékk hann einnig matar (nammi) körfu.
Svo var það runner-ups.
Ég og Steini tókum það eftir gífurlega baráttu við Ommadonna og Ólaf Þórisson. Bæði lið á 22 punktum, en við sterkari á seinni hlutanum, og því unnum við. Í verðlaun voru golf-boltar.
Sigurvegarar mótsins léku á 23 punktum, eða aðeins 1 punkti fleira en liðum í öðru og þriðja sæti. Þvílík gífurleg gríðarleg spenna. Vááááá!
Sigurvegar mótsins voru Andrés Jónsson og Freyr Karlsson. Fengu þeir farandbikar í verðlaun, auk þess að hvor um sig fékk MP3 spilara/USB tengi.
Glæsileg verðlaun og glæsilegir sigurvegarar.
... svo var það rúsínan í pylsuendanum. Óvæntu verðlaunin...
Dregið var úr skorkortum og áttu allir jafna möguleika, eða 1/20 = 5%
Það er skemmst frá því að segja að ég sjálfur var dreginn út. Ætti kannski ekki að koma á óvart þegar maður hugsar útí það. Ég er einfaldlega gífurlega heppinn! 7-9-13
Í verðlaun var Playstation tölva.
_________________________________________________________
Svo var partý.
_________________________________________________________
Niðurstaða:
Ég vil meina að þetta hafi tekist alveg svakalega vel, ef undan eru skildir smá byrjunar-erfiðleikar á mótsstað. Menn virtust ánægðir með mótið og það var almenn gleði ríkjandi. Slíkt er mikilvægt.
Golf = 1500 kr
Matur og drykkur = 2000 kr
Vinátta og skemmtun = priceless
Það segir kannski meira en mörg orð að nú þegar er byrjað að skipuleggja næsta golf-sumar... og við erum ekki að tala um eitt mót! Nei nei; það er verið að tala um mótaröð!
Góðar stundir,
Hagnaðurinn
Efnisorð: Golf
<< Home