mánudagur, maí 14, 2007

Golfblogg - bestu bloggin

Á föstudaginn tók ég þátt í Texas Scramble móti á Garðavelli á Akranesi. Þetta var innanvinnumót, dregið í lið.

Við byrjuðum á 7. braut - par 3. Eitt sem var ég kallaður "Chelsea" eftir skynsamlegt vipp framhjá bunker á þeirri holu. "Barcelona" hefði verið yfir bönkerinn og endað í bönkernum hinu megin. Hvað um það, þá er alltaf erfitt sálrænt að byrja á par 3.

Spilamennskan var heilt yfir sæmileg. Drævin ok eftir miklar æfingar í Básum, en allt undir 100 metrum var í fokki, púttin included. 47 högg niðurstaða, sem er lélegt.

Hápunktur dagsins, 260 metra dræv á 5. braut.
Lágpunktur dagsins, dræv out of bounds á 9. braut.

Eftir mót var drukkið bjór og rauðvín og borðað kjöt og saltstangir. Mikið var ég svo feginn daginn eftir að hafa verið skynsamur og farið heim klukkan eitt.

Efnisorð: