fimmtudagur, maí 17, 2007

Nonni...

Ég fékk mér kjúklingabát á Nonna í hádeginu. Þetta er í fyrsta sinn í svona eitt og hálft ár sem ég fæ mér Nonna, þrátt fyrir að Nonni sé hérna við hliðiná okkur á Píanóbarnum.

Nú man ég af hverju ég hafði ekki fengið mér bát í svona langan tíma. Þetta er óþverri.

Ef ég verð einhvern tímann það fullur í bænum að ég hvetji til ferðar á Nonnann, klípið mig þá í bakið og segið við mig: "nei nei Hagnaður, Nonni er viðbjóður, fáum okkur frekar pítsusneið eða pulsu".

Af þessu tilefni er rétt að benda á þá fast food staði í miðbænum sem fá OK stimpil frá Hagnaðinum:
Subway
Pizza King
Hamborgarabúllan
Viktor (bara á föstudögum)
Eldsmiðjan
Vegamót
American Style (er í skoðun)

Efnisorð: ,