miðvikudagur, maí 02, 2007

Yfirburðir...

AC Milan slátraði hinu léttleikandi og skemmtilega liði manutd. Varnarjaxlarnir Vidic og Heinze áttu stórleik.

En yfirburðir birtast ekki bara á knattspyrnuvellinum.

Það vill svo skemmtilega til að ég hef yfirburði á sviði sem kannski margir spá ekki í. Það er nefnilega þannig að ég er langbestur á mínu heimili að hringja í ókunnuga (fyrirtæki, etc). Ég er til dæmis frábær í því að hringja í Ikea til að vita hvað það er opið lengi. Ég er yfirburðakvartari.

Ég lærði það í kvöld að þetta stafar af einhverju sem kallast símafóbía.

Alltaf lærir maður e-ð nýtt.

Efnisorð: ,