sunnudagur, maí 27, 2007

Danceoff...

* Í gærkvöldi fór ég í þrítugsafmæli / Útskriftarveislu.
* Klukkan 18 í gær var hin frábæra bíómynd You Got Served sýnd á Bíórásinni.

Þessi atriði eru tengd, því aldrei nokkurn tímann hef ég séð jafn mörg danceoff í einu partíi. Ég tók þátt í einu slíku, og tapaði líklega. Ólevik púllaði nokkur rosaleg move, t.d. þegar hann sleikti á sér puttana, renndi þeim yfir augabrýrnar og fór beint í Jackson.

Ólevik var reyndar allt í öllu í danceoffum kvöldsins, og tók stórri áskorun frá einhverri stelpu. Þá var öllu til tjaldað. Menn leituðu til meistara Leroy. Viðbjóðslega fyndið video by the way.

Óli tók:
Ping-ping
Tína epli
Tína sveppi
Mjólka kúna
... og fleira.

Hann klikkaði reyndar á nokkrum rosalegum eins og "tchernobyl child playing ping-pong" og "walk like the king" og varð því að sættast á jafntefli.

Danceoff maður, skemmtileg á meðan þeim stendur, en kjánaleg daginn eftir.

Efnisorð: