laugardagur, maí 05, 2007

Global warming...

Ég horfði á 2 myndir í gær.

Fyrst sá ég An Inconvenient Truth, þar sem Al Gore "fyrrverandi næsti forseti Bandaríkjanna" fór yfir stöðuna. Skemmtileg mynd og fróðleg, og í lokin hugsaði ég "já, þetta er áhyggjuefni, kannski ég ætti að kaupa mér hybrid bíl, endurvinna meira og hjóla í vinnuna á sumrin."

Síðan horfði ég á The Great Global Warming Swindle, en í þeirri mynd er því haldið fram að hlýnun jarðar sé ekki afleiðing af gjörðum manna. Sterk rök eru lögð fram.

Horfa á The Great Global Warming Swindle.

Ég ætla ekki að leggja dóm á málið, enda enginn sérfræðingur í þessum fræðum, en ég mæli með báðum myndunum.

Efnisorð: ,