föstudagur, maí 18, 2007

Heilsa...

Ég er búinn að vera duglegur undanfarnar vikur.
Núna í vikunni er ég búinn að hjóla tvisvar niðrí bæ, ég er búinn að fara út að hlaupa þrisvar sinnum í hádeginu, ég er búinn að minnka gosdrykkju mikið, og ég hef reynt að sneiða hjá sælgætisneyslu. Áhrifin eru strax áþreifanleg.

Ég er hressari, glaðari, á auðveldara með að vakna á morgnana og kem meiru í verk. Svo byrjaði ég loksins á ritgerðinni minni -- þetta er win-win-win situation eins og vinur minn Michael Scott orðaði það.

Samantekt og niðurstaða:
Hreyfing er þjóðhagslega hagkvæm, og hún er líka einstaklingslega hagkvæm. Nú liggur það fyrir að eftirlíf eða framhaldslíf er óhugsandi, og því mikilvægt að hámarka veru sína á jörðu niðri, og þar skiptir hreyfing og skynsamlegt matarræði öllu máli.

Árangur áfram - ekkert stopp.

Efnisorð: , , ,