fimmtudagur, maí 24, 2007

Miðbæjarmatur...

Í hádeginu í dag borðaði Hagnaðurinn í fyrsta sinn í kjallara Ostabúðarinnar, en þar er boðið uppá hádegismat.

Þetta er sæmilega huggulegur staður. Að vísu eru háir barstólar full ópraktískir, sérstaklega þegar barn er með í för, auk þess sem borðið var ekki alveg að höndla 4 glös, 4 diska og brauðdisk. En einhverju þarf að fórna þegar hámarka skal tekjurnar.

Maturinn:
Ég fékk mér fisk dagsins (rauðspretta á tómatbeði). Nokkuð gott, en alltof lítið.
Betra var salatið hennar Hörpu með svartfugli. Ég mæli frekar með því. Rosalega gott.
Svo var tómatsúpan hennar Kristínar Maríu mjög góð.

Svo er alveg inní myndinni að fá sér fiskisúpu, rétt eins og Harrý og Heimir gerðu hérna í den.

Ég fer aftur í Ostabúðina, það er á hreinu.

Efnisorð: ,