Hjólreiðablogg - næstbestu bloggin...
Golfbloggin eru jú bestu bloggin.
Í morgun fór ég í fyrstu hjólareiðaferð ársins, og fyrstu hjólreiðaferðina héðan úr Norðlingaholtinu.
Leiðin lá í gegnum Elliðadalinn, yfir Miklubrautina, meðfram Suðurlandsbrautinni, Laugaveginn og niðrá torg. Fáir voru á ferli, og þá helst rónar og útlendingar.
Heimleiðin var svo í gegnum Klambratún, Miklabraut, Reykjanesbraut, Bakkar, Seljahverfi (Manhattan) og þaðan í Norðlingaholtið.
Ég er í slæmu hjólaformi, auk þess sem hjólið er í ruglinu. Það ískrar í því og gírarnir virka ekki sem skildi. Til dæmis virkar ekki minnsta fremra tannhjólið, sem þýðir á mannamáli að gírar 1-7 virka ekki. Það er vandamál í brekkum. Auk þess er sjálfskipting á aftara tannhjólinu. Ég lét mig samt hafa það.
Vindáttin var hagstæð; norð-norð-vestan 10. Það hentar vel því leiðin niðrí bæ er að mestu niðrí móti (mótvindur), en heimleiðin er þyngri og gott að hafa vind í bakið. Og það vill þannig til að norð-norð-vestan er svona slæs-vindur, sem hentar vel á braut sem liggur frá vinstri til hægri.
Á næstunni ætla ég að hjóla mikið, og þá sérstaklega þegar ég er búinn að uppfæra hjólið og kaupa barnastól fyrir KMH.
Í morgun fór ég í fyrstu hjólareiðaferð ársins, og fyrstu hjólreiðaferðina héðan úr Norðlingaholtinu.
Leiðin lá í gegnum Elliðadalinn, yfir Miklubrautina, meðfram Suðurlandsbrautinni, Laugaveginn og niðrá torg. Fáir voru á ferli, og þá helst rónar og útlendingar.
Heimleiðin var svo í gegnum Klambratún, Miklabraut, Reykjanesbraut, Bakkar, Seljahverfi (Manhattan) og þaðan í Norðlingaholtið.
Ég er í slæmu hjólaformi, auk þess sem hjólið er í ruglinu. Það ískrar í því og gírarnir virka ekki sem skildi. Til dæmis virkar ekki minnsta fremra tannhjólið, sem þýðir á mannamáli að gírar 1-7 virka ekki. Það er vandamál í brekkum. Auk þess er sjálfskipting á aftara tannhjólinu. Ég lét mig samt hafa það.
Vindáttin var hagstæð; norð-norð-vestan 10. Það hentar vel því leiðin niðrí bæ er að mestu niðrí móti (mótvindur), en heimleiðin er þyngri og gott að hafa vind í bakið. Og það vill þannig til að norð-norð-vestan er svona slæs-vindur, sem hentar vel á braut sem liggur frá vinstri til hægri.
Á næstunni ætla ég að hjóla mikið, og þá sérstaklega þegar ég er búinn að uppfæra hjólið og kaupa barnastól fyrir KMH.
Efnisorð: Golf, Hjólreiðar
<< Home