þriðjudagur, september 30, 2003

Blogg flakk....

Hagnaðurinn er búinn að vera að skoða bloggsíður fólks núna í kvöld og komist að ýmsu. Það sem stendur alls staðar uppúr er stórkostlegt innkoma Stiftamtmannsins inní bloggheima.

Hann kemur með fréttir, ræðir sjávarútvegsmál, skeggræðir pólitík, breytir um röddu, og fer hvarvetna á kostum.

Þetta er næstum jafn svakalegt og skúbbið góða.

Hahaha

I love it,
Hagnaðurinn
Er ég sá eini sem finnst þetta stórkostlega fyndið hjá Stiftamtmanninum???

... hann hefur eyðilagt sjónvarpsþátt fyrir kvenfólki... og stöku karlmanni. Bachelor, hvað er það? Bara rusl 'raunveruleika' sjónvarpsefni. Þá er nú Dawson´s Creek skemmtilegra.

... en af hverju eru allir svona reiðir? Sýnir þetta okkur ekki bara hversu sad fólk er, að það að vita hvað gerist í einhverjum sjónvarpsþætti hefur stór áhrif á líf þeirra þennan veturinn!!! Hvernig væri frekar kannski að kíkja í skólabækurnar... ekki veitir af hjá þjóðinni.

... já eða horfa á enska boltann. Í BEINNI!!! Hver horfir á endurtekinn fótboltaleik og er spenntur?

Æi, nenni ekki að skrifa meira um þetta.

Húrra fyrir Stiftamtmanninum. Húrra húrra húrra.

Látið reiðina koma út,
Hagnaðurinn
Eiríkur Jónsson...

... er að skrifa um íslenska ædolið í fréttablaðinu í dag. Þar segir hann þetta:

"Strákarnir í Popp Tíví keyra þáttinn áfram og eru ágætir þó annar sé miklu betri en hinn."


Hvorn á Eiríkur við? Hvor er betri? Og betri í hverju þá?

Látið í ykkur heyra,
Hagnaðurinn

mánudagur, september 29, 2003

Ýmislegt...

Fyrst þetta:
Fór í bíó á föstudaginn eftir áðurnefnda Old West ferð. Áfangastaður Háskólabíó. Mynd ´The Life of David Gale’. Ég átti ekki von á neinu sérstöku þegar ég fór á þessa mynd. Hélt hún væri bara svona þokkaleg drama-afþreying. En nei, aldeilis ekki. Það var eitthvað við hana. Fannst hún bara helvíti góð. Besta mynd sem ég hef séð? Nei, kannski ekki. Þó með betri myndum sem ég hef séð á þessu ári. Áhrifamikil. Á eftir að sjá Píanóleikarann. Hún á víst að vera algert dúndur. Þarf þó fyrst að fá mér sjónvarp sem virkar.

Síðan þetta:
Mig vantar sjónvarp. Ef einhver er með sjónvarp í þokkalegu standi og er tilbúinn að gefa það eða láta fyrir lítið, látið mig þá vita. Öll tilboð tekin til athugunar.

Einnig þetta:
Heyrði alveg svakalegt skúbb í dag. Það er of mikið skúbb til að hægt sé að skúbba því. Því neyðist ég til að halda skúbbinu fyrir mig til að byrja með. Kannski mun þetta skúbbast í blöðin á næstunni en finnst það ekki líklegt. Skúbb Skúbb.

Að lokum þetta:
Ég bakaði 2 pítsur áðan. Ekki í fyrsta skipti sem ég sýni tilþrif í eldhúsinu. Var með þrjá litla drengi hér í heimsókn og ákvað að halda veislu. Átum og horfðum á ensku mörkin á Stöð 2. Er hægt að biðja um meira?

Þetta var helst,
Hagnaðurinn

sunnudagur, september 28, 2003

Gamla Vestrið...

Ég brá mér á veitingastað hér í borginni á laugardagskvöldið. Hafði komið þarna áður og líkað vel og þá fer maður auðvitað aftur. (Annað en staðir eins og Hard Rock sem sökka og maður borðar ekki þar oftar). Staðurinn er 'Old West' og er hann til húsa að Laugarvegi 176; gamla sjónvarpshúsið.

Þegar ég kom þarna ásamt Hörpu um klukkan 19 var þarna eiginlega enginn. Hefði haldið að þetta væri rush hour. Auk þess á þeim hálftíma sem ég sat þarna og át kom enginn inn á staðinn... ENGINN. Hvernig ætli standi á þessu?

Hugsanlegar ástæður:
1) Fólk fer á staði sem það þekkir; American Style til dæmis. Verðið er svipað á Old West, matseðillinn mjög svipaður og maturinn betri.

2) Staðsetning staðarins? Staðurinn er þokkalega miðsvæðis, t.d. eru áðurnefndur American Style þarna rétt hjá í Skipholtinu. Hann ætti því að vera í alfaraleið. Eitt var þó ábótavant... þarna voru neon skilti og það var slökkt á þeim, og það var farið að rökkva. Ekki gott!!!

3) Auglýsingar. Veit einhver hvaða staður þetta er? Ég held ekki. Ég hef séð auglýsingar frá þessum stað í einhverjum dagblöðum, en aldrei séð neitt frá þeim í sjónvarpi né heyrt útvarpsauglýsingu. Dagblaðsauglýsingarnar eru ekki spennandi. Ekkert sem lætur mann fá vatn í munninn og segja við sjálfan sig: “ummm, mig langar í feitan hamborgara”.

4) Ímynd. Er country talið töff á Íslandi? Sjáum Hallbjörn... hann er ekki töff. Vill fólk fara á stað sem er eins og villta vestrið? Örugglega ekki margir. Mér finnst það þó bara alveg ágætt. Auk þess eru ekki grenjandi frekir krakkar á næsta borði.

Ástæðan að ég fór þarna fyrst er sú að ég les síðuna hans Doktor Gunna. Hann fjallar reglulega um matsölustaði. Hann gaf þessum stað ágætis dóm. Einnig er ég laumu Ameríkani auk þess sem ég hef sérstakt dálæti á góðri country-tónlist.

Ég hálfpartinn vorkenni þeim sem eru með þennan stað. Ég vill að honum gangi betur, en þá verða þau að gera eitthvað róttækt. Þó efast ég um að þeir sem reka þetta eigi fjármagn til að gera eitthvað. Það getur ekki verið að peningarnir streymi inn.

Kíkið á Old West, þið eigið ekki eftir að sjá eftir því.

Hagnaðurinn

Ps. Er það gott eða slæmt að fólk þakki fyrir sig þegar það er búið með matinn?

föstudagur, september 26, 2003

Það er tvennt sem er rangt og þarf að breyta...

1) Var að sjá í sjónvarpinu að það er byrjað að talsetja Malcolm in the Middle. Það er bull og þetta er röng þróun. Fólk sem hefur komið til landa eins og Þýskalands og Ítalíu og horft á sjónvarp þar veit að þetta getur bara endað með ósköpunum þar sem eymd og volæði eru líklegustu endalokin. Já, og sítt liðað hár og hormottur. Viljum við þetta virkilega?

2) Mynd vikunnar á Stöð 2:
Þrjár myndir komu til greina þessa vikuna...

A) Groundhog Day. Eðal-gamanmynd og ein sú besta sem gerð hefur verið.
B) Raising Arizona. Önnur gæða kvikmynd.
C) Jason X. Hef ekki séð þessa mynd en hún er örugglega rusl.

Jason X varð fyrir valinu þessa vikuna. Hvers á maður eiginlega að gjalda? Á ungdómur landsins núna allt í einu að fara að velja hvað ég horfi á því þetta fólk er það eina sem er nógu vitlaust til að senda inn SMS? Anskotinn hafi þetta bansetta lýðræði.

Einræði segi ég.

Heil Hitler.
Hagnaðurinn

Er Gunnar í Krossinum hálviti, geðsjúkur morðingu, veruleikafyrrtur brjálæðingur, hinn týndi sonur guðs eða einhver blanda af þessu öllu?

Ég hef ekki sagt mitt síðasta um þetta gerpi.

Hagnaðurinn
Gaman af þessu idoli...

... var að glápa eins og margir. Stór hluti af þessu liði er nú alveg útá þekju og skilur Hagnaðurinn ekki hvað þetta lið er að gera þarna. En maður kvöldsins: Ekki spurning.... gæinn í Lakers búningnum var alger snillingur. Söng eitthvað lag með frumsömdum texta og verkstjórann sinn.

... svo mega Simmi og Jói eiga það að þeir eru soldið sniðugur. En hvar var Halló-maðurinn eiginlega? Hann kom rétt aðeins fyrir þegar hann söng með einhverri stelpu, og ekki var hann neitt sérstaklega sannfærandi þar. En hann komst víst áfram. Og Begga M. gamla bekkjarsystirin var þarna ásamt bróður sínum. Hún komst áfram. Var kannski ekkert að gera stórkostlega hluti en komst örugglega bara áfram á lúkkinu. Já, og fyllingunum eða hvað? Sögusagnir... Jújú, hún var fín.

Norðurlandið er næst. Ætli þessir sveitamenn syngi með sínum annkanlega hreim? Ætli Hreimur syngi? Þetta eru spurningar sem menn eru að spyrja sig á Íslandi í dag.

Góða helgi Helgi Svanur.

Hagnaðurinn
Kvikmyndagagnrýni Hagnaðarins...

Komiði sæl kæru lesendur og takk fyrir að stilla á Hagnaðinn. Klukkan er 10:41 og veðrið úti er ekki gott. En hér er rýni mín:

Óvæntir hlutir eru oft góðir hlutir, eins og til dæmis þegar maður finnur 500 kall á götunni. Þeir geta einnig verið slæmir. Hver hefur til dæmis ekki verið kýldur í bakið af 200 kílóa manni með hnúajárn. Það er óvænt og vont. En það er ekki til umfjöllunar hér.

Í gær fór ég á óvænta forsýningu á myndina Matchstick Men. Sjálf forsýningin var ekkert óvænt; bara sú staðreynd að ég var á henni.

Þetta var mynd með Cage-aranum. Þetta er leikari sem fer í taugarnar á mörgum; mér líka stundum. Til dæmis var hann ekkert sérstakur í Family Man. En það er önnur saga. Í myndinni sem hér liggur til grundvallar var hann helvíti góður... lék ekki svo ósvipaðan karakter og hann gerði í Adaptation (sem annars var sérstaklega góð bíómynd og kvikmynd sem er það sama?).

Ég ætla ekkert að fara neitt útí söguþráðinn en hann er samt ansi magnaður og segir Roger Ebert: "The screenplay for Matchstick Men is an achievement of Oscar calibre..." Ég veit það ekki. Jú, og þó.

Þetta er að verða soldið endasleppt og ef einhver hefur tórað að lesa hingað þá er það kraftaverk, en ég held ég þrumi bara stjörnum á þetta kvikindi. 84/100*

Allir eru að segja að 28 Days Later sé málið í dag. Eða á morgun. Kannski maður bregði sér í kvöld? Kannski manni bregði í kvöld?

Gott í bili.
Hagnaðurinn

fimmtudagur, september 25, 2003

Vill vekja athygli á því að það er komin inn ný könnun. Endilega takið þátt. Þetta er mjög mikilvægt mál.
Hver er maðurinn?

Fyrsta vísbending:
Hann fékk einu sinni raflost.

Önnur vísbending:
Hann er nemi í HÍ.
Sit hér uppá bókhlöðu þjóðarinnar...

... er að gera verkefni í fjármögnun fyrirtækja. Ákaflega áhugavert og margslungið verkefni þar. Þarf hugsanlega að stíga í pontu á morgun og kynna mínar niðurstöður. Það gæti orðið enn margslungnara.

... annars er u.þ.b. ekkert að frétta. Vantar að vísu vinnu (vel borgað hlutastarf um helgar) en ekki er mikið spennandi í boði í slíku. Fer ég því bara og greiði í píku.

260 milljón klámsíður já.

Ég er ein þeirra!!!

Hagnaðurinn

miðvikudagur, september 24, 2003

þriðjudagur, september 23, 2003

Þetta er helst...

... gamall maður reyndi að myrða mig að óyfirlögðu ráði í gær. Hann var undir stýri. Hver hefur ekki lent í slíku atviki? Hann var að taka U-beygju þar sem það er ólöglegt. Hver hefur ekki brotið slík lög? Hverjum á ég að kenna um: Gamla manninum eða U-beygjunum? Ég veit það ekki, en ég flautaði þó á manninn, en ekki beygjuna.

... ég sá ógeðslegan kött í gær. Það hefur oft gerst áður. Ég ætla aldrei (aftur) að eignast gæludýr. Ég átti einu sinni hamstur og kanínu. Ég held að hamsturinn hafi étið sjálfan sig og kanínan hljóp á vegg. Ég sakna hvorugs.

... allt stefnir í að ég geti ekki skipt úr hagfræðinni yfir í fjármál. Það er agalegt. Allt stefndi í að ég gæti það fyrir 2 dögum. Núna virðast allar dyr lokaðar. Ætla samt að ræða betur við þennan kennara sem stendur í vegi fyrir mér. Ef þetta er ekki mögulegt gæti verið að Hagnaðurinn muni ráðast í skipulagðar aðgerðir ásamt þar til gerðum samtökum. Þið skiljið sem viljið.

... ég á afmæli í dag. Tæknilega séð á ég afmæli 10. janúar hvers árs. En núna á ég einnig 2 önnur afmæli. Í dag er ég 4 ½ árs. Ungur? Í tilefni dagsins var farið og étið. Ég-þakka-guði-fyrir-að-það-sé-föstudagur varð fyrir valinu. Fyrsta skipti mitt á Íslandi. Fékk mér Baby Back Ribs. Jömmí skömmí. Djöfull var það gott. Mæli með því. Hver veit nema maður fari aftur. Hvenær kemur Appelbees til landsins? “Eatin´ good in the neighborhood.”

Þetta var helst og helst var þetta.

Friður út,
Hagnaðurinn

mánudagur, september 22, 2003

Hvar er Valli? Hvaaaaaaaaaaaar er Valli?

Þið finnið mig aldrei.

Hagnaðurinn

laugardagur, september 20, 2003

Viðskiptahugmynd Viðskiptahugmynd Viðskiptahugmynd

... já Hagnaðurinn er kominn með nýja viðskiptahugmynd og er þegar kominn með einkaleyfi á hana. Það sem um ræðir er svokallaður 'Skrekkur'.

Þarna sluppu Framarar með skrekkinn.

Hugmyndin að baki þessi er í rauninni einföld, eins og svo margar góðar hugmyndir. Til dæmis í mikilvægum leik, þegar staðan er kannski jöfn og allt í járnum, þá er gott að vera bara með Skrekkinn inní klefa og draga hann fram. Þá þurfa menn ekki að sleppa með Skrekkinn, því þeir hafa hann.

Skrekkurinn mun til að byrja með verða á sérstöku tilboðsverði en eftir því sem eftirspurnin eykst mun verðið hækka.

Svo þegar Roman Abromovidds 'needs to get away with the Shrek', þá mun verðið væntanlega rjúka uppúr öllu valdi.

Svo gerast hlutirnir.

Hagnaðurinn
Framarar eru orðnir Íslandsmeistarar...

... nei þeir björguðu sér víst frá falli. Til lukku. Samt var fagnað kröftulega. Enn og aftur.

"Það er ekki hægt að fella okkur". Kannski eitthvað sé til í þeim ummælum.

Hagnaðurinn
Loksins var eitthvað birt sem ég hef sent inná batman.

Þetta er alger snilld. Djöfuls kraftur er í Baldri!!!

Hagnaðurinn

föstudagur, september 19, 2003

Fréttablaðið í dag... undir 'til sölu' bls. 27.......

Tilboð óskast í hlutabréf KR - SPORT HF. 50.000 kr. að nafnvirði. Seljast hæstbjóðanda. Leik. mfl. Knattspyrnufélags ÍA: mflkia@hotmail.com

Virkilega athyglisvert.

Hagnaðurinn

ps. Ég býð ca. 1200 kr.

fimmtudagur, september 18, 2003

Helvíti er hægt að græða á sælgætisáti...

... sjáið bara John Mars og félaga á þessum lista. 10 fokking milljarðar $$$$$$. That´s a lot of candy. Sandy.

Endilega kíkið á Forbes og skoðið listana ef þið hafið ekkert að gera.

Hagnaður?

Hagnaðurinn
Er þetta feik eða?

Flott mynd annars.
Hverjir eru bestir?

Jú, þá er könnuninni formlega lokið og hér eru niðurstöðurnar...
New Kids on the Block............ 25%
Take That............................... 17%
Backstreet Boys..................... 15%
Blue........................................ 13%
Aðrir........................................ 12%
Westlife.................................. 10%
N´Sync................................... 8%
East Seventeen...................... 0%

Niðurstöðurnar koma kannski svolítið á óvart, en þó ekki. Ég veit að margir lesendur þessarar síðu (þ.e. vinir mínir) eru miklir aðdáendur New Kids af einhverjum ástæðum sem ég ætla ekki að fara út í hérna.

En svona var þetta. Ný könnun fljótlega.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn
Ég vissi það...

Hólarnir eru glæpahverfi.
Jæja...

... það er kominn tími til að hætta í meistaranáminu í hagfræði og snúa sér að öðru. Meira um það á morgun.

Hagnaðurinn
Lesendur og aðrar endur vinsamlegast athugið...

Klukkan 18:00 að íslenskum tíma mun strákabanda-hverjir eru bestir könnunin officially ljúka. Ef þið eruð ekki búin að kjósa eða viljið gera Sveppa-deleta-cookies trikkið þá bara drífa í því.

Niðurstöður og helstu staðalfrávik munu liggja fyrir seinna í kvöld.

Koma soooooooo,
Hagnaðurinn
Lýður Árnason segir í Fréttablaðinu í dag...

"Línuívilnun þýðir annars á mannamáli að 10 þorksar á land gera 8 sem þýðir að hægar gengur á kvóta viðkomandi."

Say what, Say what.

Hvaða mannamál er þetta? Þetta er meira fiskimál.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, september 17, 2003

Ég er sæljón, ég er sæljón á féló....

Brá mér í golf fyrr í dag ásamt Viðari (Keðjunni) og Bigga (Stráknum)

Svona fór í dag:
Braut........Par.............Hagnaðurinn..........Keðjan............Biggi
1..............4................ 5............................4 ...................5
2..............4................ 6............................6 ...................4
3..............4................ 6............................5 ...................4
4..............5................ 6............................7 ...................6
5..............4................ 5............................7 ...................5
6..............3................ 4............................4 ...................6
7..............4................ 5............................4 ...................5
8..............4................ 6............................9 ...................7
9..............3................ 4............................4 ...................3
10............4................ 6............................8 ...................6
11............4................ 5............................5 ...................5
12............4................ 6............................6 ...................5
13............5................ 6............................7 ...................5
14............4................ 4............................6 ...................4
15............3................ 4............................3 ...................5
16............4................ 5............................4 ...................5
17............4................ 5............................6 ...................5
18............3................ 3............................4....................3
...............70...............91...........................99..................88

Já, þetta var æsispennandi í dag. Spilað var að Bakkakoti í Mosfellsdal í annað skiptið í þessari viku og setti vindur smá strik í reikninginn. Annars voru allir bara að spila nokkuð vel. Sérstaklega má geta þess að ég fór enga braut á yfir 6 höggum, sem er sérstakt.

Biggi sigraði naumlega þrátt fyrir harða samkeppni, og bara ef nokkur stutt pútt hefðu dottið hjá mér, þá hefði ég væntanlega unnið. Ef og hefði.

Var þetta ekki fin tafla?
Hagnaðurinn

þriðjudagur, september 16, 2003

Þetta er tekið af fréttir.com þar sem hinn eldheiti Framari Steingrímur Ólafsson ræður ríkjum.

Einhver pirringur mun vera meðal fréttamanna á Ríkisútvarpinu vegna ráðningar Sigmundar Sigurgeirssonar í nýtt starf fasts fréttamanns á Suðurlandi. Talað hefur verið um að gengið hafi verið framhjá Þóru Þórarinsdóttur, sem hefur sinnt starfi fréttaritara Útvarps undanfarin ár og sótti um þessa föstu stöðu þegar hún var stofnuð. Sumir tala um að enn einu sinni hafi pólitík ráðið ferðinni, enda Sigmundur þekktur og yfirlýstur Sjálfstæðismaður meðan Þóra er fósturdóttir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins, en atkvæðagreiðsla í Útvarpsráði styður þá tilgátu varla, þar sem Sigmundur fékk þar fullt hús stiga með einni hjásetu. Það er hins vegar gagnrýnt að á meðan Þóra hefur áralanga reynslu sem fréttaritari útvarps, hafi Sigmundur litla reynslu. Nefnt hefur verið að hann hafi sagt í umsókn sinni að hann hafi starfað sem blaðamaður á Sunnlenska um 6 ára skeið, en það mun ekki alveg vera sannleikanum samkvæmt. Sigmundur mun hafa verið fréttaritari fyrir blaðið yfir 6 ára tímabil, en á því tímabili dvalið í nokkur ár erlendis og aðeins unnið fyrir blaðið í fríum. Hvort einhver eftirmál verða af þessari ráðningu á eftir að koma í ljós, en það þykir raunar ólíklegt, en er vatn á myllu þeirra sem halda því fram að pólitískar hægriráðningar á Ríkisútvarpinu séu við lýði

Hva, er einhver spilling hérna?

Hagnaðurinn
Komiði sæl...

... hressandi golfferð í gær sem oft áður. Fór ásamt Viðari uppá Bakkakot. Enginn að vinna og hreinn Hagnaður. Tókum holukeppni og sigraði ég örugglega 9-7. Á 9 brautinni fór ég næstum holu-í-höggi. Já, það munaði innan við 10 cm. Án gríns. Ekki skemmdi bongóblíða fyrir.

... er annars hér uppá bókhlöðu. Átti að mæta í tíma klukkan 8, en enginn kennari mættur. Hann kunni greinilega ekki nógu vel á tölvuna til að tilkynna okkur í tíma að fyrirlesturinn félli niður. Svo sem allt í lagi. Get þá farið að lesa einhvern fjanda í stærðfræði.

Hér er fámennt en góðmennt og stemningin í fyrirrúmi.

Christian Slater,
Hagnaðurinn

mánudagur, september 15, 2003

Þetta finnst mér ógeðslega fyndið.

Skoðið myndirnar vinstra megin.

Hagnaðurinn
Ég er stundum spurður að því hvað sé gott í músík...

... ég spyr stundum fólk sömu spurningar. Við langar að nefna tvennt sem er gott og vel þess virði að fjárfesta í, ellegar stela á netinu.

The Stone Roses - Stone Roses er líklega ein besta plata sem búin hefur verið til. Eðal Brit-pop með apamanninn Ian Brown í fararbroddi.

Godspeed You Black Emperor - Lift Your Skinny Fists Like Antennas to Heaven er annað meistaraverk. Tvöföld plata með 4 lögum. Hvert öðru betra. Bjarni Þór sá þá á tónleikum hérna á klakanum í fyrra og var ekki viss hvorir eru betri, þeir eða Sigurrós.

Ef ykkur vantar eðal-tóna, kannið þá þetta.

Músík,
Hagnaður
Golf....

... langaði bara að deila með ykkur að ég er að fara í golf á eftir með Viðari og kannski Daða.

Meistaramótið 2003. Missir Meistarinn titilinn? Kemur í ljós á eftir.

Hagnaðurinn

sunnudagur, september 14, 2003

Valur - Fram....

... já, Hagnaðurinn brá sér á knattspyrnuleik núna áðan við þriðja mann. Átti ég von á skemmtilegum leik og mörgum mörkum.... já, og jafnvel hagstæðum úrslitum. En nei, ekki í dag.

Þetta var ákaflega mikilvægur leikur fyrir okkur Framara í fallbaráttunni og maður hefði búist við þvi að menn spiluðu eftir því (einnig hafa þeir flestir reynsluna í svona leiki). Ekki gat ég séð það á vellinum. Við virtumst dottnir í sömu drulluna og fyrr í sumar.

Núna er bara að mæta á völlinn á laugardag gegn Þrótti og vona að þetta reddist enn eitt árið.

Tilþrif leiksins:
Þegar Steinar tók Ómar út af þegar um 15 mínútur voru eftir. Afar furðuleg ákvörðun þar á ferðinni. Ómar var búinn að vera langbesti maður liðsins og eini sem virtist nenna því að berjast og skapa usla. Inná fyrir hann kom Ragnar Árna. Þegar liðið er undir þarf einhvern sem getur skapað usla, og Ragnar er ekki einn af þeim mönnum.

Þetta var helst,
Hagnaðurinn

laugardagur, september 13, 2003

12.5 %

My weblog owns 12.5 % of me.
Does your weblog own you?

föstudagur, september 12, 2003

Rosalega er þetta sniðugt...

... ef fólk þarf endilega að senda mér SMS en nennir ekki að pikka inná símann sinn stafina, þá getur það bara farið hingað og skrifað með lyklaborði.

Fljótlegt og þægilegt. Það er líka kominn linkur hérna á hægri flanknum.

Samt engan sora.

Hagnaðurinn
Tilraun...

Ætla að prófa eina tilaun hér. Hver veit nema hún virki. Ætla að semja texta með vinsælum leitarorðum og sjá hvort aðsóknin að síðunni aukist. Ég held þetta gæti gengið.

Prófum...

fimmtudagur, september 11, 2003

Helvíti er óþægilegt að vera hérna uppá bókhlöðu og vera sí-prumpandi. Ég er búinn að setja hverja bombuna á fætur annarri. Greinilega búinn að fá minn skammt af Opal. Allt saman silent-but-deadly. Vona að enginn fatti hver þetta er.
Það var fyrir tveimur árum...

... að ég var í góðum fíling. Nýbúinn að skreppa heim til Íslands frá USA til að spila mikilvægan fótboltaleik á móti FH. Mánudaginn 10. september flaug ég aftur út. Lenti á Baltimore flugvelli um klukkan 19:00 og var svo heppinn að fá far með pabba hans Jóa (sem var að vinna með mér einu sinni) suður til Washington, þar sem ég átti flug frá Dulles flugvelli daginn eftir.

... mér til mikillar gremju reyndist ekki vera eitt laust hótelherbergi í 30 mílna fjarlægð frá vellinum, svo ég neyddist til að hanga þarna. Ég veit ekki hvort þið hafið einhvern tímann verið á flugvelli yfir heila nótt; ca. 12 tíma. Það er ekki skemmtileg lífsreynsla. Þessa nóttina var eiginlega enginn á vellinum, nema starfsmenn og ég. Það var allt lokað. Ekkert hægt að kaupa. Ó hvað ég var svangur. Garnirnar byrja að gaula við tilhugsunina.

... áður en nóttin var liðin var ég búinn að lesa alla auglýsingabæklinga sem til voru á vellinum. Ég var kominn með öll öryggisatriði á hreint. Ég kunni utan að símanúmer hjá bílaleigum. Já, ég ætlaði svo sannarlega ekki að sofna... en það gerðist nú samt. Það er óþægilegt að sofna í flugvallarstól með lappirnar uppá töskum. Engin sérstök nautn í því. Maður sofnar heldur ekkert fast; alltaf svo hræddur um að einhver ætli að fara að stela töskunum. En einhvern veginn komst ég í gegnum nóttina.

... og átti flug um klukkan 7 um morguninn til Atlanta. Held það hafi verið með Delta. Fínt flug og svaf ég eins og steinn alla leiðina. Eftir smá bið þar var svo síðasta flugið til Myrtle Beach.

Ég vaknaði við það að flugstjórinn var að tilkynna að það hafi verið sett hraðamet á leiðinni frá Atlanta til Myrtle Beach. "Athyglisvert", hugsaði ég. Þegar á flugvöllinn var komið var sjónvarpsfólk og löggur mættar. "Tala við mig", hugsaði ég. Svæðið var lokað. Enginn sagði neinum neitt. Og ég bara beið og beið. Það átti að koma maður að pikka mig upp.

Loksins birtist Simmi og sagði: "Það er búið að sprengja New York".


miðvikudagur, september 10, 2003

Mínir menn í NFL að byrja vel...

... já, mínir menn. Alltaf hef ég verið harður Tampa maður, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að ég sé St. Louis Rams maður. Það er bara ekki rétt. Hins vegar spila Rams skemmtilegan bolta.

Farið svo að þegja, andskotinn hafi það.

Peace,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, september 09, 2003

There is a house in New Orleans,
They call the rising sun.


Andskotinn, ég gleymdi að kíkja á þetta hús þegar ég fór til New Orleans í fyrravor. Eftirminnileg ferð samt. Hver veit nema maður komi þarna einhvern tímann aftur og geri allt vitlaust á Bourbon Street þar sem stelpurnar eru svo sannarlega villtar.

"Purple, Purple, Purple"

Þið fáu sem skiljið, þið viljið...

Hagnaðurinn
Langaði bara að heiðra veraldarvefinn með nærveru minni...
Þegar maður er hungurmorða er best að borða...

... brá mér því á Bæjarins Bestu, hvað annað. Allt-nema-steiktum-mikið-sinnep. Klikkar seint.

... annars er allt að gerast í könnuninni hérna við hliðina. Eftir að þessi stelpa setti link inná mig hefur fjöldi atkvæða tekið smá kipp. New Kids eru að vinna þetta eins og er, en Backstreet sækja á.

... endilega takið þátt, því ég ætla að fara að koma með nýja könnun.

Aftur að lesa. Núna eru það ólögleg samráð. Spennandi efni!

Later,
Hagnaðurinn

mánudagur, september 08, 2003

Jesú bróðir besti...

Ég er að spá í að diffra þessa síðu og tegra hana svo aftur til baka.

Fer að koma tími til að drulla sér uppá bókhlöðu. Ég læri ca. ekki neitt hérna heima. Verst að ég þarf að fara í strætó þar sem Harpa er á bílnum. Ansi langt síðan ég fór í strætó... ætli það sé enn bara gamalmenni og nýbúar sem fara í strætó. Það verður spennandi að sjá.

Þarf að fá mér bók uppá bókhlöðu sem heitir svo mikið sem "Stærðfræði fyrir framhaldsskóla" eftir Gunnar Erstad. Já, það stóð framhaldsskóla. Nú þarf að fara að læra eitthvað basic drasl eins og diffrun, tegrun, vektora, fylkjareikning og fleiri spennandi. Ég hlakka ekki til. Bróðir minn sagði við mig í gær 'þú þarft að læra námsefni svona 2 ára á 2 vikum'. Þakka þér kærlega fyrir.

Best að hella og fara svo.

Mexíkósk kjúklingasúpa í kvöld. Ég hlakka til.

Yðar,
Hagnaður


Þessi umræða er í boði þessarar síðu.

Glæpur Guðs gegn mannkyninu
Því er haldið fram að Jesús Kristur sé sonur Guðs, skapara heimsins og mannsins og verið sendur af honum til Jarðar fyrir tveimur aldatugum til kennslustarfa.

Í þann tíð trúðu menn því að illir andar yllu því sem í dag er kallað geðsjúkdómar. Jesús þessi var ekkert að leiðrétta það en sýndi þess í stað nokkur trikk þar sem þessum öndum var t.d. fyrirkomið í svínahjörð. Hann viðhélt semsagt vanþekkingunni, þrátt fyrir að eiga að vita betur.

Ég ákæri hér með Jesú Krist fyrir þann höfuðglæp gegn mannkyninu að liggja á upplýsingum sem komið hefðu milljörðum manna til hjálpar undanfarin 2000 ár. Öll þjáningin, eymdin og volæðið sem fjarvera lyfja og þekkingar hefur valdið er meiri en tárum taki. Af einhverjum óskiljanlegum orsökum virðist það vilji Guðs og Jesú að mannkynið finni sjálft lausnir á volæði sínu, þó það kosti þögla kvöl tugmilljóna ungabarna sem deyja í fangi móður sinnar, árþúsundum saman.

Ég ákæri Jesú Krist fyrir að hafa legið á þekkingu sem leitt gat af sér öfluga og góða uppskeru, nýtingu orkulinda, veðurspárgerð, loftkælingu og húshitun, fjarskipti, bólusetningartækni, hraðskreiðan fararmáta, fullkomið hagkerfi og ótal aðra hluti sem hefðu auðveldlega geta dregið úr fátækt og hungri, kvölum, fáfræði og eymd, hefðu getað gert mannkyni kleift að lifa sem frjálsborið og upplýst fólk í réttlátu samfélagi og með góð tök á náttúrunni.

Það eina sem Jesús þessi hefur sér til málsvarnar er að hafa ekki í raun verið sonur Guðs, og því ekki með alla þessa vitneskju í farteskinu.

Þannig hlýtur því að vera háttað, hin myndin er of yfirgengileg.


Þetta er alger snilld. Er það ekki Palli?

Hagnaðurinn

sunnudagur, september 07, 2003

Fínt að vera búinn að fá þetta á hreint...

You are in the top 7.7% richest people in the world.
There are 5,537,686,375 people poorer than you.
How do you feel about that? A bit richer we hope. Please consider donating just a small amount to help some of the poorest people in the world. Many of their lives could be improved dramatically or even saved if you donate just one hour's salary (approx $13.88)

Oh, and in case you’re interested you are the 462,313,625 richest person in the world.


I´m up there.

Hvernig standið þið?

Hagnaðurinn
Komiði sæl...

... nafn mitt er Hagnaðurinn og ég er ekki hress. Helgarnar eiga það til að vera svolitlar normalkúrfur. Byrja rólegt, svo kemur nokkuð skarpt ris sem síðan nær hámarki á toppi kúrfunnar, og svo er bara fall framundan. Ég er núna staddur í þessu falli, og er að komast á botninn. Já, ég er ekki hress.

En talandi um normalkúrfur, .þá er ég einmitt að fara í tölfræði á morgun og geri ég fastlega ráð fyrir því að skilja ekkert hvað verður í gangi í tímanum. Seinni tíma vandamál í rauninni; geri allavega ekkert í því eins og mér líður núna.

Annars leið mér merkilega vel þegar ég vaknaði um hádegisbil. Fór ég og tók til eftir rugl gærkveldsins. Skúraði líka að venju, en það sem var kannski óvenjulegt var að mér fannst það ekki ógeðslega leiðinlegt eins og venjulega. Reyndar var ég að hlusta á James Taylor, og hann hressir pínu.

Ég er ekkert búinn að fara í golf þessa helgina, og er það miður. Reyndar er veður ekki búið að vera með besta móti, en ég væri nú alveg til í að kíkja í kvöld. Kannski maður stelist á Korpuna ef maður er í stuði á eftir.

Farinn að lesa greinina ‘The Politics of Exchange Rates’ eftir Jeffry A. Frieden. Spennandi?

Þú átt það alltaf skilið.
Hagnaðurinn

laugardagur, september 06, 2003

Blog, Smog og John Makkenró...

... já góðir gestir. Verið velkomin hér í blogghorn Hagnaðarins. Ýmislegt er mér til lista lagt og margt var gert síðastliðinn sólarhring...

Þetta var helst:
Fór í bíó í gær. Ætlaði á Blóðugan Sunnudag, en það gekk ekki upp. Fór þessi í stað á “Ítalskt Starf”. Það er mynd með Marky Mark, Edward N, Donald, Charlize, Seth og fleirum. Átti von á ‘solid mynd’ eins og ég sagði við samferðamann minn Kristbjörn. Kom það á daginn að þetta var ágætis ræma. Þetta er svona hress spennumynd, þó aldrei sé hún spennandi í andi við til dæmis myndins Sjö eða Hringinn. Maður vissi alltaf að þetta myndi reddast. Sumir myndu kannski kalla þetta ‘ameríska mynd’, sem væri vissulega rétt þar sem hún er gerð í Ameríkunni. En allavega, til að gera langa sögu stutta þá er þetta svona ‘Oceans Eleven’ mynd. Ef ykkur fannst sú mynd góð þá finnst ykkur þessi líklega góð. Í hnotskurn: 70/100*.

Eftir bíó var farið í ammæli. Við Krissi fórum á Sólon þar sem Biggi Sverris var að halda uppá tvítugs-ammæli sitt. Til hamingju með það félagi. Vííííííhaaaaaaaaaaaaaa.Bigginn var einstaklega hress, sem er mikilvægt og nánast skylda þegar menn halda uppá svona dag. (það er einmitt skemmtilegt að segja frá því að við Krissi héldum einmitt saman uppá tvítugsammæli okkar í Fram-heimilinu sælla minninga. Það fór Raggi einmitt á kostum í ræðuhöldum og sagði hinn ógleymanlega brandara: “Vitiði hvað er mesta svikahappdrættið? Jú, Das.” Frábært kvöld sem gleymist seint.)

En allavega, takk fyrir mig Biggi. Fínasta partý. Leiðinlegt að ég lét ekki til mín taka á dansgólfinu. Kannski þegar þú verður þrítugur.

Ég-verð-að-læra-stærðfræði-eins-fljótt-og-mögulegt-er syngur í undirmeðvitundinni þessa dagana, og það var engin undantekning þegar ég vaknaði í morgun. Fór því heim í Kleifarselið uppá háaloft og fór að leita í bókasafni Gústa, bróður míns. Fann þar alveg heilan helling af bókum. Var svona meira og minna að fletta í gegnum þetta í dag og var að reyna að finna út bestu leiðina til að læra að diffra, heilda, tegra, fylkjareikning, finna hendingu og bylta þessu svo öllu til að ég gæti verið með á nótunum í tímum næstu viku. Gekk ekki vel. Kemur vonandi á næstu dögum/vikum.

Fór svo á Players eftir lærdóm. ÍSLAND-ÞÝKSLAND. Múhahahahahahahaha. Danni, Grái Æsingurinn, Unglinga-Skætingurinn og Kristbjörn voru með í för. Fínasti leikur hjá okkar mönnum. Vorum við allir í einhverjum ljótum íslenskum landsliðstreyjum sem ég verð víst að fara í í bæinn á eftir (í í... skrýtið).

Jæja, Vi er vide, vi er röde, vi star sammen, side om side.

Sé ykkur í bænum.

Ykkar,
Hagnaður.

föstudagur, september 05, 2003

Tricky andskoti eða er ég bara eitthvað skrýtinn?
Súkkulaði....

... ég tók þátt í rýnihóp um súkkulaði í gær. Það var ansi athyglisvert. Það var bara rætt um súkkulaði frá öllum mögulegum hliðum. Þetta var í sambandi við verkefni sem strákar í Tækniháskólanum eru að vinna. Það sem mér fannst athyglisverðast við þetta allt saman er að allir þeir sem voru þarna höfðu eiginlega prófað öll súkkulaði sem til eru á markaðnum.

Kannski ég láti ykkur vita þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir einhvern tímann í haust. Eruði ekki spennt?

Sem þakklætisvott fékk ég fullt af súkkulaði... og ekkert Curly Wurly.

Hagnaðurinn
Helgin...

... mun bregða mér á Breska Bíódaga í kvöld. Ætla væntanlega að sjá Bloody Sunday. Gæti orðið gaman. Svo er mér boðið í ammæli á Sólon hjá Bigga Sverris. Kíki örugglega þangað eftir bíó.

... á morgun er landsleikur og almennt fjör og mun ég taka þátt í því af lífi og sál. Mun líklega fara á einhvern bar að horfa á leikinn, og koma Players og Ölver sterkast til greina. Svo um kvöldið verður fjörinu líklega haldið áfram og strunsað niðrí bæ í ofurfíling eftir bjór, staup, vond lög og fleira.

Svo verður væntanlega eitthvað lesið.

Hagnaðurinn
Skólinn...

... þá er maður bara staddur uppá bókhlöðu að blogga. Allt er einhvern tímann fyrst. Ég er sem sagt að "læra" eins og er. Einnig er tölvan mín heima í algjöru fokki, svo það er bara ágætt að vera hérna. Stefni á að lesa kannski í nokkra tíma á eftir ef ég nenni.

... annars byrjar skólinn bara af fullum krafti. Ég er reyndar búinn að komast að því strax í fyrstu viku að stærðfræðikunnátta mín er ansi slæm. Þarf ég því að fara "back to the basics". Hagfræðitímarnir gætu því orðið ansi erfiðir, en ég hef litlar áhyggjur af fjármálatímunum tveimur.

Æ, það er leiðinlegt að blogga um skólann.

Hagnaðurinn
Nýr bloggari...

... mig langar að vekja athygli á nýjum bloggara hér á linka-listanum mínum. Þetta er hann Gummi, en hann var einmitt að vinna með mér í nokkra daga í sumar drengurinn sá. Fínasta blogg og mæli ég með því að þið kíkið á þetta.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, september 04, 2003

þriðjudagur, september 02, 2003

Múha...

... helvíti hefur bílum fjölgað á Íslandi. Þegar ég var í MS var eiginlega aldrei neitt mikil traffík í skólann, en núna er bara geðveiki að fara uppí Háskóla svona rétt fyrir 8. Í morgun var röð, bíll við bíl, frá Ártúnsbrekku og bara nánast uppí skóla. Varð það til þess að ég mætti eilítið of seint í tíma; sem ég þoli ekki, og var ég í u.þ.b. 40 mínútur á leiðinni.

... nú verð ég að koma með nýtt game plan. "Beat the traffic". Ætla að prófa mig áfram næstu daga. Ég á alltaf að mæta klukkan 8, svo ég þarf bara að koma upp með eitt plan, sem er gott. Held það gæti virkað að fara 10-15 mínútur fyrr en ella. En ef allir hugsa svona, þá náttúrulega gengur þetta ekki upp. En nú eru flestir Íslendingar ekki skynsamir svo þetta ætti að ganga.

Hagnaðurinn

mánudagur, september 01, 2003

Sjávarútvegsorð dagsins...

Fiskveiðiár
Fiskveiðiárið er frá 1. sept ár hvert til 31. ágúst næsta árs. Kvóta, þ.e. aflamarki, er úthlutað á skip fyrir eitt fiskveiðiár í senn. Leyfilegur heildarafli er ákveðinn fyrir hvert fiskveiðiár í senn.

Já, það er komið nýtt ár kæru lesendur. Til hamingju með það. Eru ekki allir annars þunnir í dag eftir gamlárskvöld?

Hagnaðurinn
Bókakostnaður...

Þjóðhagfræði I í Meistaranámi
Advanced Macroeconomics - Romer, David............................ 7.280

Atvinnuvegir
Modern Industrial Organization - Calton, Dennis W.............. 7.580

Eignastýring og verðlagning
Investments - Bodie.............................................................. 7.280
Beyond value at risk ... - Dowd, Kevin................................... 5.280
Irrational Exuberance - Shiller, Robert J................................ 3.590
Eignastýring - Gylfi Magnússon............................................. 3.500

Fjármögnun fyrirtækja
Principles of Corporate Finance - Brealy, Richard................... 6.980

Þættir í tölfræði
Guide to modern econometrics - Verbeek, Marno.................. 4.980

Alls sýnist mér því að ég verði að punga út 46.490 krónum fyrir bókum þessa önnina. Hressandi?

Hagnaðurinn