sunnudagur, september 14, 2003

Valur - Fram....

... já, Hagnaðurinn brá sér á knattspyrnuleik núna áðan við þriðja mann. Átti ég von á skemmtilegum leik og mörgum mörkum.... já, og jafnvel hagstæðum úrslitum. En nei, ekki í dag.

Þetta var ákaflega mikilvægur leikur fyrir okkur Framara í fallbaráttunni og maður hefði búist við þvi að menn spiluðu eftir því (einnig hafa þeir flestir reynsluna í svona leiki). Ekki gat ég séð það á vellinum. Við virtumst dottnir í sömu drulluna og fyrr í sumar.

Núna er bara að mæta á völlinn á laugardag gegn Þrótti og vona að þetta reddist enn eitt árið.

Tilþrif leiksins:
Þegar Steinar tók Ómar út af þegar um 15 mínútur voru eftir. Afar furðuleg ákvörðun þar á ferðinni. Ómar var búinn að vera langbesti maður liðsins og eini sem virtist nenna því að berjast og skapa usla. Inná fyrir hann kom Ragnar Árna. Þegar liðið er undir þarf einhvern sem getur skapað usla, og Ragnar er ekki einn af þeim mönnum.

Þetta var helst,
Hagnaðurinn