Þetta er helst...
... gamall maður reyndi að myrða mig að óyfirlögðu ráði í gær. Hann var undir stýri. Hver hefur ekki lent í slíku atviki? Hann var að taka U-beygju þar sem það er ólöglegt. Hver hefur ekki brotið slík lög? Hverjum á ég að kenna um: Gamla manninum eða U-beygjunum? Ég veit það ekki, en ég flautaði þó á manninn, en ekki beygjuna.
... ég sá ógeðslegan kött í gær. Það hefur oft gerst áður. Ég ætla aldrei (aftur) að eignast gæludýr. Ég átti einu sinni hamstur og kanínu. Ég held að hamsturinn hafi étið sjálfan sig og kanínan hljóp á vegg. Ég sakna hvorugs.
... allt stefnir í að ég geti ekki skipt úr hagfræðinni yfir í fjármál. Það er agalegt. Allt stefndi í að ég gæti það fyrir 2 dögum. Núna virðast allar dyr lokaðar. Ætla samt að ræða betur við þennan kennara sem stendur í vegi fyrir mér. Ef þetta er ekki mögulegt gæti verið að Hagnaðurinn muni ráðast í skipulagðar aðgerðir ásamt þar til gerðum samtökum. Þið skiljið sem viljið.
... ég á afmæli í dag. Tæknilega séð á ég afmæli 10. janúar hvers árs. En núna á ég einnig 2 önnur afmæli. Í dag er ég 4 ½ árs. Ungur? Í tilefni dagsins var farið og étið. Ég-þakka-guði-fyrir-að-það-sé-föstudagur varð fyrir valinu. Fyrsta skipti mitt á Íslandi. Fékk mér Baby Back Ribs. Jömmí skömmí. Djöfull var það gott. Mæli með því. Hver veit nema maður fari aftur. Hvenær kemur Appelbees til landsins? “Eatin´ good in the neighborhood.”
Þetta var helst og helst var þetta.
Friður út,
Hagnaðurinn
... gamall maður reyndi að myrða mig að óyfirlögðu ráði í gær. Hann var undir stýri. Hver hefur ekki lent í slíku atviki? Hann var að taka U-beygju þar sem það er ólöglegt. Hver hefur ekki brotið slík lög? Hverjum á ég að kenna um: Gamla manninum eða U-beygjunum? Ég veit það ekki, en ég flautaði þó á manninn, en ekki beygjuna.
... ég sá ógeðslegan kött í gær. Það hefur oft gerst áður. Ég ætla aldrei (aftur) að eignast gæludýr. Ég átti einu sinni hamstur og kanínu. Ég held að hamsturinn hafi étið sjálfan sig og kanínan hljóp á vegg. Ég sakna hvorugs.
... allt stefnir í að ég geti ekki skipt úr hagfræðinni yfir í fjármál. Það er agalegt. Allt stefndi í að ég gæti það fyrir 2 dögum. Núna virðast allar dyr lokaðar. Ætla samt að ræða betur við þennan kennara sem stendur í vegi fyrir mér. Ef þetta er ekki mögulegt gæti verið að Hagnaðurinn muni ráðast í skipulagðar aðgerðir ásamt þar til gerðum samtökum. Þið skiljið sem viljið.
... ég á afmæli í dag. Tæknilega séð á ég afmæli 10. janúar hvers árs. En núna á ég einnig 2 önnur afmæli. Í dag er ég 4 ½ árs. Ungur? Í tilefni dagsins var farið og étið. Ég-þakka-guði-fyrir-að-það-sé-föstudagur varð fyrir valinu. Fyrsta skipti mitt á Íslandi. Fékk mér Baby Back Ribs. Jömmí skömmí. Djöfull var það gott. Mæli með því. Hver veit nema maður fari aftur. Hvenær kemur Appelbees til landsins? “Eatin´ good in the neighborhood.”
Þetta var helst og helst var þetta.
Friður út,
Hagnaðurinn
<< Home