sunnudagur, september 28, 2003

Gamla Vestrið...

Ég brá mér á veitingastað hér í borginni á laugardagskvöldið. Hafði komið þarna áður og líkað vel og þá fer maður auðvitað aftur. (Annað en staðir eins og Hard Rock sem sökka og maður borðar ekki þar oftar). Staðurinn er 'Old West' og er hann til húsa að Laugarvegi 176; gamla sjónvarpshúsið.

Þegar ég kom þarna ásamt Hörpu um klukkan 19 var þarna eiginlega enginn. Hefði haldið að þetta væri rush hour. Auk þess á þeim hálftíma sem ég sat þarna og át kom enginn inn á staðinn... ENGINN. Hvernig ætli standi á þessu?

Hugsanlegar ástæður:
1) Fólk fer á staði sem það þekkir; American Style til dæmis. Verðið er svipað á Old West, matseðillinn mjög svipaður og maturinn betri.

2) Staðsetning staðarins? Staðurinn er þokkalega miðsvæðis, t.d. eru áðurnefndur American Style þarna rétt hjá í Skipholtinu. Hann ætti því að vera í alfaraleið. Eitt var þó ábótavant... þarna voru neon skilti og það var slökkt á þeim, og það var farið að rökkva. Ekki gott!!!

3) Auglýsingar. Veit einhver hvaða staður þetta er? Ég held ekki. Ég hef séð auglýsingar frá þessum stað í einhverjum dagblöðum, en aldrei séð neitt frá þeim í sjónvarpi né heyrt útvarpsauglýsingu. Dagblaðsauglýsingarnar eru ekki spennandi. Ekkert sem lætur mann fá vatn í munninn og segja við sjálfan sig: “ummm, mig langar í feitan hamborgara”.

4) Ímynd. Er country talið töff á Íslandi? Sjáum Hallbjörn... hann er ekki töff. Vill fólk fara á stað sem er eins og villta vestrið? Örugglega ekki margir. Mér finnst það þó bara alveg ágætt. Auk þess eru ekki grenjandi frekir krakkar á næsta borði.

Ástæðan að ég fór þarna fyrst er sú að ég les síðuna hans Doktor Gunna. Hann fjallar reglulega um matsölustaði. Hann gaf þessum stað ágætis dóm. Einnig er ég laumu Ameríkani auk þess sem ég hef sérstakt dálæti á góðri country-tónlist.

Ég hálfpartinn vorkenni þeim sem eru með þennan stað. Ég vill að honum gangi betur, en þá verða þau að gera eitthvað róttækt. Þó efast ég um að þeir sem reka þetta eigi fjármagn til að gera eitthvað. Það getur ekki verið að peningarnir streymi inn.

Kíkið á Old West, þið eigið ekki eftir að sjá eftir því.

Hagnaðurinn

Ps. Er það gott eða slæmt að fólk þakki fyrir sig þegar það er búið með matinn?