föstudagur, september 26, 2003

Kvikmyndagagnrýni Hagnaðarins...

Komiði sæl kæru lesendur og takk fyrir að stilla á Hagnaðinn. Klukkan er 10:41 og veðrið úti er ekki gott. En hér er rýni mín:

Óvæntir hlutir eru oft góðir hlutir, eins og til dæmis þegar maður finnur 500 kall á götunni. Þeir geta einnig verið slæmir. Hver hefur til dæmis ekki verið kýldur í bakið af 200 kílóa manni með hnúajárn. Það er óvænt og vont. En það er ekki til umfjöllunar hér.

Í gær fór ég á óvænta forsýningu á myndina Matchstick Men. Sjálf forsýningin var ekkert óvænt; bara sú staðreynd að ég var á henni.

Þetta var mynd með Cage-aranum. Þetta er leikari sem fer í taugarnar á mörgum; mér líka stundum. Til dæmis var hann ekkert sérstakur í Family Man. En það er önnur saga. Í myndinni sem hér liggur til grundvallar var hann helvíti góður... lék ekki svo ósvipaðan karakter og hann gerði í Adaptation (sem annars var sérstaklega góð bíómynd og kvikmynd sem er það sama?).

Ég ætla ekkert að fara neitt útí söguþráðinn en hann er samt ansi magnaður og segir Roger Ebert: "The screenplay for Matchstick Men is an achievement of Oscar calibre..." Ég veit það ekki. Jú, og þó.

Þetta er að verða soldið endasleppt og ef einhver hefur tórað að lesa hingað þá er það kraftaverk, en ég held ég þrumi bara stjörnum á þetta kvikindi. 84/100*

Allir eru að segja að 28 Days Later sé málið í dag. Eða á morgun. Kannski maður bregði sér í kvöld? Kannski manni bregði í kvöld?

Gott í bili.
Hagnaðurinn