mánudagur, september 08, 2003

Jesú bróðir besti...

Ég er að spá í að diffra þessa síðu og tegra hana svo aftur til baka.

Fer að koma tími til að drulla sér uppá bókhlöðu. Ég læri ca. ekki neitt hérna heima. Verst að ég þarf að fara í strætó þar sem Harpa er á bílnum. Ansi langt síðan ég fór í strætó... ætli það sé enn bara gamalmenni og nýbúar sem fara í strætó. Það verður spennandi að sjá.

Þarf að fá mér bók uppá bókhlöðu sem heitir svo mikið sem "Stærðfræði fyrir framhaldsskóla" eftir Gunnar Erstad. Já, það stóð framhaldsskóla. Nú þarf að fara að læra eitthvað basic drasl eins og diffrun, tegrun, vektora, fylkjareikning og fleiri spennandi. Ég hlakka ekki til. Bróðir minn sagði við mig í gær 'þú þarft að læra námsefni svona 2 ára á 2 vikum'. Þakka þér kærlega fyrir.

Best að hella og fara svo.

Mexíkósk kjúklingasúpa í kvöld. Ég hlakka til.

Yðar,
Hagnaður