þriðjudagur, september 16, 2003

Komiði sæl...

... hressandi golfferð í gær sem oft áður. Fór ásamt Viðari uppá Bakkakot. Enginn að vinna og hreinn Hagnaður. Tókum holukeppni og sigraði ég örugglega 9-7. Á 9 brautinni fór ég næstum holu-í-höggi. Já, það munaði innan við 10 cm. Án gríns. Ekki skemmdi bongóblíða fyrir.

... er annars hér uppá bókhlöðu. Átti að mæta í tíma klukkan 8, en enginn kennari mættur. Hann kunni greinilega ekki nógu vel á tölvuna til að tilkynna okkur í tíma að fyrirlesturinn félli niður. Svo sem allt í lagi. Get þá farið að lesa einhvern fjanda í stærðfræði.

Hér er fámennt en góðmennt og stemningin í fyrirrúmi.

Christian Slater,
Hagnaðurinn