föstudagur, september 26, 2003

Það er tvennt sem er rangt og þarf að breyta...

1) Var að sjá í sjónvarpinu að það er byrjað að talsetja Malcolm in the Middle. Það er bull og þetta er röng þróun. Fólk sem hefur komið til landa eins og Þýskalands og Ítalíu og horft á sjónvarp þar veit að þetta getur bara endað með ósköpunum þar sem eymd og volæði eru líklegustu endalokin. Já, og sítt liðað hár og hormottur. Viljum við þetta virkilega?

2) Mynd vikunnar á Stöð 2:
Þrjár myndir komu til greina þessa vikuna...

A) Groundhog Day. Eðal-gamanmynd og ein sú besta sem gerð hefur verið.
B) Raising Arizona. Önnur gæða kvikmynd.
C) Jason X. Hef ekki séð þessa mynd en hún er örugglega rusl.

Jason X varð fyrir valinu þessa vikuna. Hvers á maður eiginlega að gjalda? Á ungdómur landsins núna allt í einu að fara að velja hvað ég horfi á því þetta fólk er það eina sem er nógu vitlaust til að senda inn SMS? Anskotinn hafi þetta bansetta lýðræði.

Einræði segi ég.

Heil Hitler.
Hagnaðurinn