föstudagur, september 05, 2003

Súkkulaði....

... ég tók þátt í rýnihóp um súkkulaði í gær. Það var ansi athyglisvert. Það var bara rætt um súkkulaði frá öllum mögulegum hliðum. Þetta var í sambandi við verkefni sem strákar í Tækniháskólanum eru að vinna. Það sem mér fannst athyglisverðast við þetta allt saman er að allir þeir sem voru þarna höfðu eiginlega prófað öll súkkulaði sem til eru á markaðnum.

Kannski ég láti ykkur vita þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir einhvern tímann í haust. Eruði ekki spennt?

Sem þakklætisvott fékk ég fullt af súkkulaði... og ekkert Curly Wurly.

Hagnaðurinn