föstudagur, september 05, 2003

Helgin...

... mun bregða mér á Breska Bíódaga í kvöld. Ætla væntanlega að sjá Bloody Sunday. Gæti orðið gaman. Svo er mér boðið í ammæli á Sólon hjá Bigga Sverris. Kíki örugglega þangað eftir bíó.

... á morgun er landsleikur og almennt fjör og mun ég taka þátt í því af lífi og sál. Mun líklega fara á einhvern bar að horfa á leikinn, og koma Players og Ölver sterkast til greina. Svo um kvöldið verður fjörinu líklega haldið áfram og strunsað niðrí bæ í ofurfíling eftir bjór, staup, vond lög og fleira.

Svo verður væntanlega eitthvað lesið.

Hagnaðurinn