Ýmislegt...
Fyrst þetta:
Fór í bíó á föstudaginn eftir áðurnefnda Old West ferð. Áfangastaður Háskólabíó. Mynd ´The Life of David Gale’. Ég átti ekki von á neinu sérstöku þegar ég fór á þessa mynd. Hélt hún væri bara svona þokkaleg drama-afþreying. En nei, aldeilis ekki. Það var eitthvað við hana. Fannst hún bara helvíti góð. Besta mynd sem ég hef séð? Nei, kannski ekki. Þó með betri myndum sem ég hef séð á þessu ári. Áhrifamikil. Á eftir að sjá Píanóleikarann. Hún á víst að vera algert dúndur. Þarf þó fyrst að fá mér sjónvarp sem virkar.
Síðan þetta:
Mig vantar sjónvarp. Ef einhver er með sjónvarp í þokkalegu standi og er tilbúinn að gefa það eða láta fyrir lítið, látið mig þá vita. Öll tilboð tekin til athugunar.
Einnig þetta:
Heyrði alveg svakalegt skúbb í dag. Það er of mikið skúbb til að hægt sé að skúbba því. Því neyðist ég til að halda skúbbinu fyrir mig til að byrja með. Kannski mun þetta skúbbast í blöðin á næstunni en finnst það ekki líklegt. Skúbb Skúbb.
Að lokum þetta:
Ég bakaði 2 pítsur áðan. Ekki í fyrsta skipti sem ég sýni tilþrif í eldhúsinu. Var með þrjá litla drengi hér í heimsókn og ákvað að halda veislu. Átum og horfðum á ensku mörkin á Stöð 2. Er hægt að biðja um meira?
Þetta var helst,
Hagnaðurinn
Fyrst þetta:
Fór í bíó á föstudaginn eftir áðurnefnda Old West ferð. Áfangastaður Háskólabíó. Mynd ´The Life of David Gale’. Ég átti ekki von á neinu sérstöku þegar ég fór á þessa mynd. Hélt hún væri bara svona þokkaleg drama-afþreying. En nei, aldeilis ekki. Það var eitthvað við hana. Fannst hún bara helvíti góð. Besta mynd sem ég hef séð? Nei, kannski ekki. Þó með betri myndum sem ég hef séð á þessu ári. Áhrifamikil. Á eftir að sjá Píanóleikarann. Hún á víst að vera algert dúndur. Þarf þó fyrst að fá mér sjónvarp sem virkar.
Síðan þetta:
Mig vantar sjónvarp. Ef einhver er með sjónvarp í þokkalegu standi og er tilbúinn að gefa það eða láta fyrir lítið, látið mig þá vita. Öll tilboð tekin til athugunar.
Einnig þetta:
Heyrði alveg svakalegt skúbb í dag. Það er of mikið skúbb til að hægt sé að skúbba því. Því neyðist ég til að halda skúbbinu fyrir mig til að byrja með. Kannski mun þetta skúbbast í blöðin á næstunni en finnst það ekki líklegt. Skúbb Skúbb.
Að lokum þetta:
Ég bakaði 2 pítsur áðan. Ekki í fyrsta skipti sem ég sýni tilþrif í eldhúsinu. Var með þrjá litla drengi hér í heimsókn og ákvað að halda veislu. Átum og horfðum á ensku mörkin á Stöð 2. Er hægt að biðja um meira?
Þetta var helst,
Hagnaðurinn
<< Home