mánudagur, september 08, 2003

Þessi umræða er í boði þessarar síðu.

Glæpur Guðs gegn mannkyninu
Því er haldið fram að Jesús Kristur sé sonur Guðs, skapara heimsins og mannsins og verið sendur af honum til Jarðar fyrir tveimur aldatugum til kennslustarfa.

Í þann tíð trúðu menn því að illir andar yllu því sem í dag er kallað geðsjúkdómar. Jesús þessi var ekkert að leiðrétta það en sýndi þess í stað nokkur trikk þar sem þessum öndum var t.d. fyrirkomið í svínahjörð. Hann viðhélt semsagt vanþekkingunni, þrátt fyrir að eiga að vita betur.

Ég ákæri hér með Jesú Krist fyrir þann höfuðglæp gegn mannkyninu að liggja á upplýsingum sem komið hefðu milljörðum manna til hjálpar undanfarin 2000 ár. Öll þjáningin, eymdin og volæðið sem fjarvera lyfja og þekkingar hefur valdið er meiri en tárum taki. Af einhverjum óskiljanlegum orsökum virðist það vilji Guðs og Jesú að mannkynið finni sjálft lausnir á volæði sínu, þó það kosti þögla kvöl tugmilljóna ungabarna sem deyja í fangi móður sinnar, árþúsundum saman.

Ég ákæri Jesú Krist fyrir að hafa legið á þekkingu sem leitt gat af sér öfluga og góða uppskeru, nýtingu orkulinda, veðurspárgerð, loftkælingu og húshitun, fjarskipti, bólusetningartækni, hraðskreiðan fararmáta, fullkomið hagkerfi og ótal aðra hluti sem hefðu auðveldlega geta dregið úr fátækt og hungri, kvölum, fáfræði og eymd, hefðu getað gert mannkyni kleift að lifa sem frjálsborið og upplýst fólk í réttlátu samfélagi og með góð tök á náttúrunni.

Það eina sem Jesús þessi hefur sér til málsvarnar er að hafa ekki í raun verið sonur Guðs, og því ekki með alla þessa vitneskju í farteskinu.

Þannig hlýtur því að vera háttað, hin myndin er of yfirgengileg.


Þetta er alger snilld. Er það ekki Palli?

Hagnaðurinn