föstudagur, september 05, 2003

Skólinn...

... þá er maður bara staddur uppá bókhlöðu að blogga. Allt er einhvern tímann fyrst. Ég er sem sagt að "læra" eins og er. Einnig er tölvan mín heima í algjöru fokki, svo það er bara ágætt að vera hérna. Stefni á að lesa kannski í nokkra tíma á eftir ef ég nenni.

... annars byrjar skólinn bara af fullum krafti. Ég er reyndar búinn að komast að því strax í fyrstu viku að stærðfræðikunnátta mín er ansi slæm. Þarf ég því að fara "back to the basics". Hagfræðitímarnir gætu því orðið ansi erfiðir, en ég hef litlar áhyggjur af fjármálatímunum tveimur.

Æ, það er leiðinlegt að blogga um skólann.

Hagnaðurinn