laugardagur, september 06, 2003

Blog, Smog og John Makkenró...

... já góðir gestir. Verið velkomin hér í blogghorn Hagnaðarins. Ýmislegt er mér til lista lagt og margt var gert síðastliðinn sólarhring...

Þetta var helst:
Fór í bíó í gær. Ætlaði á Blóðugan Sunnudag, en það gekk ekki upp. Fór þessi í stað á “Ítalskt Starf”. Það er mynd með Marky Mark, Edward N, Donald, Charlize, Seth og fleirum. Átti von á ‘solid mynd’ eins og ég sagði við samferðamann minn Kristbjörn. Kom það á daginn að þetta var ágætis ræma. Þetta er svona hress spennumynd, þó aldrei sé hún spennandi í andi við til dæmis myndins Sjö eða Hringinn. Maður vissi alltaf að þetta myndi reddast. Sumir myndu kannski kalla þetta ‘ameríska mynd’, sem væri vissulega rétt þar sem hún er gerð í Ameríkunni. En allavega, til að gera langa sögu stutta þá er þetta svona ‘Oceans Eleven’ mynd. Ef ykkur fannst sú mynd góð þá finnst ykkur þessi líklega góð. Í hnotskurn: 70/100*.

Eftir bíó var farið í ammæli. Við Krissi fórum á Sólon þar sem Biggi Sverris var að halda uppá tvítugs-ammæli sitt. Til hamingju með það félagi. Vííííííhaaaaaaaaaaaaaa.Bigginn var einstaklega hress, sem er mikilvægt og nánast skylda þegar menn halda uppá svona dag. (það er einmitt skemmtilegt að segja frá því að við Krissi héldum einmitt saman uppá tvítugsammæli okkar í Fram-heimilinu sælla minninga. Það fór Raggi einmitt á kostum í ræðuhöldum og sagði hinn ógleymanlega brandara: “Vitiði hvað er mesta svikahappdrættið? Jú, Das.” Frábært kvöld sem gleymist seint.)

En allavega, takk fyrir mig Biggi. Fínasta partý. Leiðinlegt að ég lét ekki til mín taka á dansgólfinu. Kannski þegar þú verður þrítugur.

Ég-verð-að-læra-stærðfræði-eins-fljótt-og-mögulegt-er syngur í undirmeðvitundinni þessa dagana, og það var engin undantekning þegar ég vaknaði í morgun. Fór því heim í Kleifarselið uppá háaloft og fór að leita í bókasafni Gústa, bróður míns. Fann þar alveg heilan helling af bókum. Var svona meira og minna að fletta í gegnum þetta í dag og var að reyna að finna út bestu leiðina til að læra að diffra, heilda, tegra, fylkjareikning, finna hendingu og bylta þessu svo öllu til að ég gæti verið með á nótunum í tímum næstu viku. Gekk ekki vel. Kemur vonandi á næstu dögum/vikum.

Fór svo á Players eftir lærdóm. ÍSLAND-ÞÝKSLAND. Múhahahahahahahaha. Danni, Grái Æsingurinn, Unglinga-Skætingurinn og Kristbjörn voru með í för. Fínasti leikur hjá okkar mönnum. Vorum við allir í einhverjum ljótum íslenskum landsliðstreyjum sem ég verð víst að fara í í bæinn á eftir (í í... skrýtið).

Jæja, Vi er vide, vi er röde, vi star sammen, side om side.

Sé ykkur í bænum.

Ykkar,
Hagnaður.