mánudagur, september 15, 2003

Ég er stundum spurður að því hvað sé gott í músík...

... ég spyr stundum fólk sömu spurningar. Við langar að nefna tvennt sem er gott og vel þess virði að fjárfesta í, ellegar stela á netinu.

The Stone Roses - Stone Roses er líklega ein besta plata sem búin hefur verið til. Eðal Brit-pop með apamanninn Ian Brown í fararbroddi.

Godspeed You Black Emperor - Lift Your Skinny Fists Like Antennas to Heaven er annað meistaraverk. Tvöföld plata með 4 lögum. Hvert öðru betra. Bjarni Þór sá þá á tónleikum hérna á klakanum í fyrra og var ekki viss hvorir eru betri, þeir eða Sigurrós.

Ef ykkur vantar eðal-tóna, kannið þá þetta.

Músík,
Hagnaður