þriðjudagur, september 16, 2003

Þetta er tekið af fréttir.com þar sem hinn eldheiti Framari Steingrímur Ólafsson ræður ríkjum.

Einhver pirringur mun vera meðal fréttamanna á Ríkisútvarpinu vegna ráðningar Sigmundar Sigurgeirssonar í nýtt starf fasts fréttamanns á Suðurlandi. Talað hefur verið um að gengið hafi verið framhjá Þóru Þórarinsdóttur, sem hefur sinnt starfi fréttaritara Útvarps undanfarin ár og sótti um þessa föstu stöðu þegar hún var stofnuð. Sumir tala um að enn einu sinni hafi pólitík ráðið ferðinni, enda Sigmundur þekktur og yfirlýstur Sjálfstæðismaður meðan Þóra er fósturdóttir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins, en atkvæðagreiðsla í Útvarpsráði styður þá tilgátu varla, þar sem Sigmundur fékk þar fullt hús stiga með einni hjásetu. Það er hins vegar gagnrýnt að á meðan Þóra hefur áralanga reynslu sem fréttaritari útvarps, hafi Sigmundur litla reynslu. Nefnt hefur verið að hann hafi sagt í umsókn sinni að hann hafi starfað sem blaðamaður á Sunnlenska um 6 ára skeið, en það mun ekki alveg vera sannleikanum samkvæmt. Sigmundur mun hafa verið fréttaritari fyrir blaðið yfir 6 ára tímabil, en á því tímabili dvalið í nokkur ár erlendis og aðeins unnið fyrir blaðið í fríum. Hvort einhver eftirmál verða af þessari ráðningu á eftir að koma í ljós, en það þykir raunar ólíklegt, en er vatn á myllu þeirra sem halda því fram að pólitískar hægriráðningar á Ríkisútvarpinu séu við lýði

Hva, er einhver spilling hérna?

Hagnaðurinn