Komiði sæl...
... nafn mitt er Hagnaðurinn og ég er ekki hress. Helgarnar eiga það til að vera svolitlar normalkúrfur. Byrja rólegt, svo kemur nokkuð skarpt ris sem síðan nær hámarki á toppi kúrfunnar, og svo er bara fall framundan. Ég er núna staddur í þessu falli, og er að komast á botninn. Já, ég er ekki hress.
En talandi um normalkúrfur, .þá er ég einmitt að fara í tölfræði á morgun og geri ég fastlega ráð fyrir því að skilja ekkert hvað verður í gangi í tímanum. Seinni tíma vandamál í rauninni; geri allavega ekkert í því eins og mér líður núna.
Annars leið mér merkilega vel þegar ég vaknaði um hádegisbil. Fór ég og tók til eftir rugl gærkveldsins. Skúraði líka að venju, en það sem var kannski óvenjulegt var að mér fannst það ekki ógeðslega leiðinlegt eins og venjulega. Reyndar var ég að hlusta á James Taylor, og hann hressir pínu.
Ég er ekkert búinn að fara í golf þessa helgina, og er það miður. Reyndar er veður ekki búið að vera með besta móti, en ég væri nú alveg til í að kíkja í kvöld. Kannski maður stelist á Korpuna ef maður er í stuði á eftir.
Farinn að lesa greinina ‘The Politics of Exchange Rates’ eftir Jeffry A. Frieden. Spennandi?
Þú átt það alltaf skilið.
Hagnaðurinn
... nafn mitt er Hagnaðurinn og ég er ekki hress. Helgarnar eiga það til að vera svolitlar normalkúrfur. Byrja rólegt, svo kemur nokkuð skarpt ris sem síðan nær hámarki á toppi kúrfunnar, og svo er bara fall framundan. Ég er núna staddur í þessu falli, og er að komast á botninn. Já, ég er ekki hress.
En talandi um normalkúrfur, .þá er ég einmitt að fara í tölfræði á morgun og geri ég fastlega ráð fyrir því að skilja ekkert hvað verður í gangi í tímanum. Seinni tíma vandamál í rauninni; geri allavega ekkert í því eins og mér líður núna.
Annars leið mér merkilega vel þegar ég vaknaði um hádegisbil. Fór ég og tók til eftir rugl gærkveldsins. Skúraði líka að venju, en það sem var kannski óvenjulegt var að mér fannst það ekki ógeðslega leiðinlegt eins og venjulega. Reyndar var ég að hlusta á James Taylor, og hann hressir pínu.
Ég er ekkert búinn að fara í golf þessa helgina, og er það miður. Reyndar er veður ekki búið að vera með besta móti, en ég væri nú alveg til í að kíkja í kvöld. Kannski maður stelist á Korpuna ef maður er í stuði á eftir.
Farinn að lesa greinina ‘The Politics of Exchange Rates’ eftir Jeffry A. Frieden. Spennandi?
Þú átt það alltaf skilið.
Hagnaðurinn
<< Home